Gleymdist lykilorðið ?

Leita

11 Niðurstöður fundust
Transformers One
Ósögð upprunasaga Optimus Prime og Megatron, betur þekktir sem svarnir óvinir, en voru einu sinni vinir tengdir eins og bræður sem breyttu örlögum Cybertron að eilífu.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 20.9.2024, Lengd: 1h 44 min
Tegund: Hasar, Ævintýri, Teiknimynd
Aldurstakmark: Leyfð
Leikstjóri:
Josh Cooley
Boyz n the Hood (1991)
Það er ekki tekið út með sældinni að alast upp í Crenshaw hverfinu í Los Angeles. Myndin fjallar um þrjá stráka sem flestir eiga eftir að komast í kast við lögin.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 17.5.2024, Lengd: 1h 52 min
Tegund: Drama, Glæpamynd, Gullmolar
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
Leikstjóri:
John Singleton
Event Horizon
Árið 2047 er hópur geimfara sendur til að rannsaka og bjarga hinu löngu týnda geimskipi Event Horizon. Skipið hvarf með dularfullum hætti fyrir sjö árum síðan í jómfrúarferð sinni. Þegar skipið finnst upphefst jafnvel enn meiri leyndardómur þar sem áhöfnin uppgötvar sannleikann á bakvið hvarfið og nokkuð sem er jafnvel enn hryllilegra.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 26.10.2023, Lengd: 1h 36 min
Tegund: Vísindaskáldskapur, Spenna, Hryllingur, Bíótöfrar
Aldurstakmark: Bönnuð innan 16 ára
What's Love Got to Do With It
Myndin fjallar um söngkonuna Tinu Turner og það hvernig hún komst á stjörnuhimininn og öðlaðist hugrekki til að losna við ofbeldisfullan eiginmann sinn, Ike Turner.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 8.6.2023, Lengd: 1h 58 min
Tegund: Drama
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
Leikstjóri:
Brian Gibson
The Matrix
Thomas Anderson lifir tvöföldu lífi, á daginn er hann tölvuforritari hjá hugbúnaðarfyrirtæki, en á kvöldin er hann hakkarinn Neo. Venjubundið líf hans breytist þó snögglega þegar Morpheus, frægur hakkari hefur samband við hann og hann er allt í einu orðinn eftirlýstur af yfirvöldum.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 15.7.2020, Lengd: 2h 16 min
Tegund: Hasar, Vísindaskáldskapur
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
John Wick: Chapter 3 - Parabellum
Leigumorðinginn John Wick er á flótta með 14 milljónir dollara settar honum til höfuðs, og er skotmark leigumorðingja um allan heim.
Dreifingaraðili: Myndform
Frumsýnd: 13.5.2019, Lengd: 2h 10 min
Tegund: Hasar, Spenna
Aldurstakmark: Bönnuð innan 16 ára
Leikstjóri:
Chad Stahelski
The Mule
90 ára plöntusérfræðingur og fyrrum hermaður í seinni heimsstyrjöldinni, er gripinn með þriggja milljóna dala virði af kókaíni sem hann er að flytja í gegnum Michigan ríki fyrir mexíkóskan eiturlyfjahring.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 25.1.2019, Lengd: 1h 56 min
Tegund: Drama
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
Leikstjóri:
Clint Eastwood
Ant-Man and the Wasp
Scott Lang reynir að finna jafnvægi á milli þess að vera bæði ofurhetja og faðir, en á sama tíma skipuleggja þau Hope van Dyne og Dr. Hank Pym mikilvæga sendiför, þar sem Ant-Man þarf að vinna með The Wasp, til að leiða í ljós leyndarmál úr fortíðinni.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 4.7.2018, Lengd: 1h 58 min
Tegund: Hasar, Vísindaskáldskapur, Ævintýri
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
Leikstjóri:
Peyton Reed
John Wick: Chapter 2
Leigumorðinginn John Wick sem var neyddur aftur í slaginn í fyrstu myndinni þarf nú í framhaldinu að sinna beiðni félaga úr fortíðinni og takast á við stórhættulega morðingja alþjóðlegs glæpa- og njósnagengis sem hreiðrað hefur um sig í Róm.
Dreifingaraðili: Myndform
Frumsýnd: 7.2.2017, Lengd: 2h 02 min
Tegund: Hasar, Spenna
Aldurstakmark: Bönnuð innan 16 ára
Leikstjóri:
Chad Stahelski
Passengers
Aurora og Jim eru farþegar um borð í geimskipi sem er að flytja þau til annarrar plánetu þar sem þau munu hefja nýtt líf. Skyndilega vakna þau í svefnhylkjunum, 90 árum á undan áætlun.
Dreifingaraðili: Max Dreifing
Frumsýnd: 19.12.2016, Lengd: 1h 56 min
Tegund: Drama, Ævintýri, Rómantík
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
Leikstjóri:
Morten Tyldum
Batman v Superman: Dawn of Justice
Batman og Superman berjast á meðan heimsbyggðin tekst á um það hvers konar hetju hún þarf raunverulega á að halda. Á meðan átökum Batman og Superman stendur skapar Lex Luthor enn eina ógnina, Doomsday!
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 23.3.2016, Lengd: 2h 31 min
Tegund: Hasar, Ævintýri, Fantasía
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
Leikstjóri:
Zack Snyder