Gleymdist lykilorðið ?

Leita

5 Niðurstöður fundust
Francesca da Rimini
Heillandi ópera Zandonais, sem er innblásin af Inferno Dantes, snýr aftur á svið Metropolitan-óperunnar í glæsilegri uppfærslu sem síðast var sett á svið árið 1986. Sópransöngkonan Eva-Maria Westbroek og tenórinn Marcello Giordani fara með hlutverk gæfulausu elskendanna og Marco Armiliato er hljómsveitarstjóri.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 16.3.2013, Lengd: 3h 20 min
Tegund: Ópera
Aldurstakmark: Leyfð
Leikstjóri:
Pierro Faggioni
Les Troyens
Hér býðst einstakt tækifæri til að fylgjast með umfangsmikilli og epískri óperu Berlioz sem síðast var sett upp hjá Metropolitan-óperunni árið 2003. Deborah Voigt, Susan Graham, Marcello Giordani og Dwayne Croft fara með aðalhlutverkin og leika persónur úr Trójustríðinu. Aðalstjórnandinn Fabio Luisi stýrir stórfelldum hljómsveitarskaranum.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 5.1.2013, Lengd: 5h 00 min
Tegund: Ópera
Aldurstakmark: Leyfð
Leikstjóri:
Francesca Zambello
Baarìa
Guiseppe Tornatore þarf ekki að kynna fyrir íslenskum áhugamönnum um kvikmyndir. Þrjátíu og þriggja ára gamall gerði hann meistaraverkið Paradísarbíóið sem vann verðlaun sem besta erlenda myndin in á óskarsverðlaunum 1988. Tornatore færir okkur aftur til Sikileyja uppvaxtarára sinna á sinn einstaka hátt.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 26.8.2011, Lengd: 2h 30 min
Tegund: Gaman, Drama, Kvikmyndahátíð
Aldurstakmark: Bönnuð innan 7 ára
Leikstjóri:
Giuseppe Tornatore
LA FANCIULLA DEL WEST (2011)
Þessi ópera Puccinis úr villta vestrinu var heimsfrumsýnd í Metropolitan árið 1910 og verður nú sett upp aftur í tilefni aldarafmælisins. Bandaríska dívan Deborah Voigt fer með hlutverk ,,stúlkunnar frá gyllta vestrinu“ og hitt aðalhlutverkið er í höndum Marcellos Giordani. Hljómsveitarstjórinn er Nicola Luisotti.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 8.1.2011, Lengd: 3h 50 min
Tegund: Ópera
Aldurstakmark: Leyfð
SIMON BOCCANEGRA
Eftir einstakt fjögurra áratuga samstarf með Metropolitan-óperunni kemur tenórinn Plácido Domingo nú fram í sögulegu titilhlutverki þessa heillandi pólitíska þrillers eftir Verdi, en hlutverkið var samið fyrir barítón.
Dreifingaraðili: SAMbíóin
Frumsýnd: 6.2.2010, Lengd: 3h 40 min
Tegund: Ópera
Aldurstakmark: Leyfð
Leikstjóri:
James Levine
Leikarar:
Plácido Domingo