Gleymdist lykilorðið ?

Leita

5 Niðurstöður fundust
Napóleonsskjölin
Þegar bróðir lögfræðingsins Kristínar rekst á þýskt flugvélarflak úr seinni heimstyrjöld á toppi Vatnajökuls, dragast þau bæði inn í atburðarás upp á líf og dauða, hundelt af hópi manna sem skirrist einskis við að halda áratuga gamalt leyndarmál.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 3.2.2023, Lengd: 1h 52 min
Tegund: Spenna
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
Leikstjóri:
Óskar Þór Axelsson
Abbababb!
Þegar Hanna og vinir hennar í hljómsveitinni Rauðu Hauskúpunni uppgötva að óprúttnir náungar ætla að sprengja upp skólann á lokaballinu, þurfa þau að beita öllum sínum ráðum til að ná sökudólgnum.
Dreifingaraðili: Max Dreifing
Frumsýnd: 16.9.2022, Lengd: 1h 29 min
Tegund: Tónlist, Fjölskyldumynd
Aldurstakmark: Leyfð
Víti í Vestmannaeyjum
Myndin fjallar um strák­ana í fót­boltaliðinu Fálk­um sem fara á knatt­spyrnu­mót í Vest­manna­eyj­um. Á fyrsta degi kynn­ast þeir strák úr Eyj­um sem þeir ótt­ast en kom­ast að því að hann býr við frek­ar erfiðar aðstæður.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 23.3.2018, Lengd: 1h 38 min
Tegund: Gaman, Drama, Fjölskyldumynd
Aldurstakmark: Leyfð
Leikstjóri:
Bragi Þór Hinriksson
París Norðursins
Hugi (Björn Thors) hefur fundið skjól frá flækjum lífsins í litlu, kyrrlátu þorpi úti á landi, sækir AA fundi, lærir portúgölsku og kann ágætlega við sig í fásinninu. Þegar hann fær símhringingu frá föður sínum (Helga Björns) sem boðar komu sína er hið einfalda líf skyndilega í uppnámi.
Dreifingaraðili: Max Dreifing
Frumsýnd: 5.9.2014, Lengd: 1h 38 min
Tegund: Gaman, Drama
Aldurstakmark: Leyfð
XL
Áfengisþyrsti þingmaðurinn, flagarinn óstýriláti og fjölskyldumaðurinn fyrrverandi, Leifur Sigurðarson, er skikkaður í meðferð - sem er hin fullkomna afsökun fyrir að halda óstjórnlega gott partí. Eftir því sem Leifur djúsar meira afhjúpast leyndarmálin, hann lendir á trúnó með áhorfandanum þar til ekkert er ósagt og tímabært að drífa sig heim.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 18.1.2013, Lengd: 1h 32 min
Tegund: Drama, Ævisaga
Aldurstakmark: Bönnuð innan 16 ára
Leikstjóri:
Marteinn Þórsson