Gleymdist lykilorðið ?

Leita

5 Niðurstöður fundust
Eugene Onegin
Metropolitan býður hér upp á hrífandi uppfærslu Deboruh Warner á einstakri óperu Tsjajkovskíjs, sem byggir á sígildri skáldsögu Púshkíns. Anna Netrebko og Dmitri Hvorostovsky fara með hlutverk elskendanna tveggja. Alexey Dolgov fer með hlutverk Lenskíjs og Robin Tricciati stjórnar hljómsveitinni.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 22.4.2017, Lengd: 3h 57 min
Tegund: Ópera
Aldurstakmark: Leyfð
Leikstjóri:
Robin Ticciati
Il Trovatore
Eftir að hafa slegið í gegn í Makbeð á síðasta leikári heldur sópransöngkonan Anna Netrebko áfram að kafa í dramatísk hlutverk Verdis, nú sem Leonora, hetjan sem fórnar lífi sínu fyrir ástir sígaunatrúbadors.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 3.10.2015, Lengd: 3h 07 min
Tegund: Ópera
Aldurstakmark: Leyfð
Leikstjóri:
Marco Armiliato
Prince Igor (Borodin)
Prince Igor
Hér er epískt meistaraverk Borodíns komið á fjalir Metropolitan í fyrsta sinn í næstum heila öld. Ný uppfærsla Dmitris Tcherniakov er stórkostlegt sálfræðilegt ferðalag í gegnum huga þjakaðrar aðalhetjunnar þar sem fæðing rússnesku þjóðarinnar leynist að baki.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 1.3.2014, Lengd: 4h 30 min
Tegund: Ópera
Aldurstakmark: Leyfð
Leikstjóri:
Gianandrea Noseda
Rigoletto
Leikstjórinn Michael Mayer hefur fært þessa frægu harmsögu Verdis til Las Vegas árið 1960. Þessi uppfærsla er innblásin af sögum um rottugengi Franks Sinatra og félaga.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 16.2.2013, Lengd: 3h 00 min
Tegund: Ópera
Aldurstakmark: Leyfð
Aida (2012)
Ógleymanleg uppfærsla Metropolitan-óperunnar á dramatísku stórvirki Verdis sem gerist í Egyptalandi til forna. Liudmyla Monastyrska fer með hlutverk eþíópísku prinsessunnar sem festist í ástarþríhyrningi með hinum hetjulega Radamés og stoltu egypsku prinsessunni Amneris, en Roberto Alagna og Olga Borodina fara með hlutverk þeirra.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 15.12.2012, Lengd: 3h 40 min
Tegund: Ópera
Aldurstakmark: Leyfð
Leikstjóri:
Sonja Frisell