Gleymdist lykilorðið ?

Leita

7 Niðurstöður fundust
Ad Astra
Hermaður leitar um allt stjörnukerfið að föður sínum sem hvarf þegar hann var að leita að lífi í alheiminum fyrir 20 árum síðan, en er nú talinn hafa búnað sem ógnar öllu sólkerfinu.
Dreifingaraðili: Sena
Frumsýnd: 27.9.2019, Lengd: 2h 02 min
Tegund: Drama, Ævintýri
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
Leikstjóri:
James Gray
Mechanic: Resurrection
Hættulegasti leigumorðingi í heimi, Arthur Bishop, hélt að sér hefði tekist að breyta um lífstíl og segja skilið við líf leigumorðingjans, þegar hættulegasti óvinur hans rænir kærustunni hans. Núna neyðist hann til að ferðast um allan heim til að ljúka þremur erfiðum verkefnum, og gera það sem hann er bestur í, að láta morðin líta út eins og slys.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 9.9.2016, Lengd: 1h 39 min
Tegund: Hasar, Þriller
Aldurstakmark: Bönnuð innan 16 ára
Leikstjóri:
Dennis Gansel
Jason Bourne
Nokkur ár eru liðin frá því Jason Bourne lét sig hverfa eftir atburðina sem sagði frá í myndinni The Bourne Ultimatum. Tímann hefur hann notað til að fá minni sitt aftur og nú er komið að því að hann vill fá lokasvör frá þeim sem þekkja fortíð hans betur.
Dreifingaraðili: Myndform
Frumsýnd: 27.7.2016, Lengd: 2h 03 min
Tegund: Hasar, Þriller
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
Leikstjóri:
Paul Greengrass
Criminal
Criminal er hasar- og spennumynd eftir ísraelska leikstjórann Ariel Vromen sem sendi síðast frá sér hina þrælgóðu mynd The Iceman.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 21.4.2016, Lengd: 1h 53 min
Tegund: Drama, Hasar
Aldurstakmark: Bönnuð innan 16 ára
Leikstjóri:
Ariel Vromen
Malavita
Myndin fjallar um mafíuforingjann Giovanni Manzoni sem gerist heldur lausmáll og fer fyrir vikið á dauðalista mafíunnar. Til að bjarga sér og fjölskyldunni gengur hann til liðs við vitnavernd alríkislögreglunnar þar sem leyniþjónustumaðurinn Stansfield (Tommy Lee Jones) fær það vanþakkláta hlutverk að finna honum og fjölskyldu hans skjól.
Dreifingaraðili: Myndform
Frumsýnd: 13.9.2013, Lengd: 1h 51 min
Tegund: Gamanmynd, Hasar
Aldurstakmark: Bönnuð innan 16 ára
Leikstjóri:
Luc Besson
Hope Springs
Eftir 30 ára hjónaband fara miðaldra hjón í mjög krefjandi hjónabandsráðgjöf , til þess að vinna í sambandi sínu sem er orðið ansi skrautlegt. Gamanmynd með Meryl Streep og Tommy Lee Jones og Steve Carell sem fer á kostum sem hjónabandsráðgjafin.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 19.10.2012, Lengd: 1h 40 min
Tegund: Gamanmynd
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
Leikstjóri:
David Frankel
Men In Black 3
J (Smith) hefur séð ýmislegt undarlegt á þeim 15 árum sem hann hefur unnið fyrir Mennina í Svörtu, en fátt ruglar hann meira í ríminu en háðskur og fámáll félagi hans, K (Jones). Þegar lífi K og örlögum plánetunnar er stefnt í hættu, verður J að ferðast aftur í tímann til þess að tryggja að allt fari ekki í óefni.
Dreifingaraðili: Sena
Frumsýnd: 25.5.2012, Lengd: 1h 50 min
Tegund: Gamanmynd, Hasar, Vísindaskáldskapur
Aldurstakmark: Bönnuð innan 7 ára
Leikstjóri:
Barry Sonnenfeld