Gleymdist lykilorðið ?

Leita

8 Niðurstöður fundust
Love Actually
Hér segir frá nokkrum ólíkum persónum sem þekkjast og tengjast mismikið sín á milli en eiga það allar sameiginlegt að vera að leita að hinni einu sönnu ást. En eins og allir vita eru vegir ástarinnar órannsakanlegir og það eiga allar þessar persónur eftir að upplifa, hver á sinn hátt.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 19.12.2024, Lengd: 2h 15 min
Tegund: Gaman, Drama, Rómantík, Jóladagatal Sambíóanna
Aldurstakmark: Leyfð
Leikstjóri:
Richard Curtis
The Nutcracker and the Four Realms
Það eina sem Clara vill er lykill - einstakur lykill sem mun opna kassa með ómetanlegri gjöf frá móður hennar heitinni. Gullþráður, sem henni er gefinn í afmælisveislu guðföður hennar, Drosselmeyer, leiðir hana að lyklinum, sem fljótlega hverfur inní dularfullan hliðarheim.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 2.11.2018, Lengd: 1h 39 min
Tegund: Ævintýri, Fantasía
Aldurstakmark: Bönnuð innan 9 ára
Collateral Beauty
Howard Inlet er mikilsvirtur fyrirtækjaeigandi í New York sem missir trúna á lífið þegar ung dóttir hans deyr. Í framhaldinu dregur hann sig inn í skel sína en byrjar um leið að skrifa ástinni, tímanum og dauðanum bréf með áleitnum spurningum og póstleggur þau. Hvernig gat hann mögulega vitað að þau myndu öll svara honum í eigin persónu?
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 30.12.2016, Lengd: 1h 34 min
Tegund: Drama
Aldurstakmark: Leyfð
Leikstjóri:
David Frankel
Everest
Myndin byggir á sannsögulegum atburðum um tilraun til að komast á tind hæsta fjalls í heimi, Everest. Sagt er frá tveimur leiðöngrum sem lenda í einum versta snjóbyl sem sögur fara af.
Dreifingaraðili: Myndform
Frumsýnd: 18.9.2015, Lengd: 2h 01 min
Tegund: Drama, Spenna, Ævintýri
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
Leikstjóri:
Baltasar Kormákur
The Imitation Game
Í myndinni fer enski leikarinn Benedict Cumberbatch með hlutverk stærðfræðingsins Alan Turing, sem kallaður hefur verið faðir tölvunarfræðinnar. Meðal þess sem Turing er frægur fyrir er að hafa ráðið dulmálslykil Þjóðverja í Seinni heimsstyrjöldinni.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 23.1.2015, Lengd: 1h 53 min
Tegund: Drama, Spenna
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
Leikstjóri:
Morten Tyldum
Begin Again
Myndin fjallar um Dan, yfirmann í hljómplötufyrirtæki sem er búinn að missa vinnuna, en fær nýtt tækifæri í lífinu þegar hann hittir Gretta, sem var sagt upp af kærastanum þegar hann gerir stóran hljómplötusamning. Gretta er einnig tónlistarmaður og Dan vill gera hljómplötu með henni.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 5.12.2014, Lengd: 1h 44 min
Tegund: Gaman, Drama
Aldurstakmark: Bönnuð innan 7 ára
Leikstjóri:
John Carney
Jack Ryan: Shadow Recruit
Gagnnjósnarinn og leyniþjónustumaðurinn Jack Ryan snýr aftur á hvíta tjaldið í fimmta sinn og tekst á við spellvirkja sem ætlar sér að knésetja Bandaríkin.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 24.1.2014, Lengd: 1h 45 min
Tegund: Drama, Hasar, Spenna
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
Leikstjóri:
Kenneth Branagh
Seeking a Friend for the End of the World
Seeking a Friend for the End of the World
Það eru þau Steve Carell og Keira Knightley sem fara með aðalhlutverkin í þessari rómantísku mynd sem er full af húmor en byggir þó á þeirri grafalvarlegu staðreynd að bæði þau og allir aðrir eiga bara nokkra daga eftir ólifaða.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 10.8.2012, Lengd: 1h 40 min
Tegund: Gaman, Drama, Rómantík
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
Leikstjóri:
Lorene Scafaria