Gleymdist lykilorðið ?

Leita

16 Niðurstöður fundust
Moonfall
Dularfullt afl ýtir tunglinu af braut um Jörðu sem skapar stórhættu fyrir alla íbúa hennar. Aðeins nokkrar vikur eru þar til áreksturinn mun eiga sér stað og heimurinn er á barmi tortímingar.
Dreifingaraðili: Myndform
Frumsýnd: 4.2.2022, Lengd: 2h 00 min
Tegund: Hasar, Ævintýri, Fantasía
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
Leikstjóri:
Roland Emmerich
Jexi
Phil glímir við meðvirkni á háu stigi - hann er háður símanum sínum. Hann á enga vini, hann vinnur við að skrifa topp tíu lista, og lifir engu ástalífi. En nú er staða hans að breytast. Þegar hann neyðist til að uppfæra símann sinn, þá kemur nýja útgáfan með óvæntri virkni ...
Dreifingaraðili: Myndform
Frumsýnd: 18.10.2019, Lengd: 1h 24 min
Tegund: Gaman
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
Leikstjóri:
Jon Lucas, Scott Moore
Dora and the Lost City of Gold
Eftir að hafa alist að mestu upp í frumskóginum þarf Dóra nú að setjast á skólabekk í borginni á meðan foreldrar hennar leggja upp í langferð í leit að fornri borg sem sögð er hafa verið byggð úr gulli.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 23.8.2019, Lengd: 1h 42 min
Tegund: Ævintýri, Fjölskyldumynd
Aldurstakmark: Bönnuð innan 9 ára
Leikstjóri:
James Bobin
The Mule
90 ára plöntusérfræðingur og fyrrum hermaður í seinni heimsstyrjöldinni, er gripinn með þriggja milljóna dala virði af kókaíni sem hann er að flytja í gegnum Michigan ríki fyrir mexíkóskan eiturlyfjahring.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 25.1.2019, Lengd: 1h 56 min
Tegund: Drama
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
Leikstjóri:
Clint Eastwood
Ant-Man and the Wasp
Scott Lang reynir að finna jafnvægi á milli þess að vera bæði ofurhetja og faðir, en á sama tíma skipuleggja þau Hope van Dyne og Dr. Hank Pym mikilvæga sendiför, þar sem Ant-Man þarf að vinna með The Wasp, til að leiða í ljós leyndarmál úr fortíðinni.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 4.7.2018, Lengd: 1h 58 min
Tegund: Hasar, Vísindaskáldskapur, Ævintýri
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
Leikstjóri:
Peyton Reed
12 Strong
12 Strong segir frá fyrstu sérsveitinni sem er send til Afganistan til að berjast við Talíbana eftir hryðjuverkin 11. september 2001. Byggð á sönnum atburðum.
Dreifingaraðili: Myndform
Frumsýnd: 15.1.2018, Lengd: 2h 10 min
Tegund: Drama, Hasar
Aldurstakmark: Bönnuð innan 16 ára
Leikstjóri:
Nicolai Fuglsig
My Little Pony: The Movie
Ný hætta ógnar Hestabæ og nú verða vinirnir Twilight Sparkle, Applejack, Rainbow Dash, Pinkie Pie, Fluttershy og Rarity, að fara í ógleymanlegt ævintýri í leit sinni að göldrum vináttunnar til að bjarga heimahögum sínum.
Dreifingaraðili: Myndform
Frumsýnd: 3.10.2017, Lengd: 1h 39 min
Tegund: Gaman, Ævintýri, Teiknimynd
Aldurstakmark: Leyfð
Leikstjóri:
Jayson Thiessen
The Lego Ninjago Movie
Sex ungar ninjur, Lloyd, Jay, Kai, Cole, Zane og Nya fá það verkefni að verja eyjuna sína, Ninjago. Á kvöldin eru þau flottir stríðsmenn, þar sem þau nota hæfileika sína og ótrúleg farartæki til að berjast við óþokka og skrímsli. Á daginn eru þau hins vegar venjulegir unglingar í miðskóla.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 22.9.2017, Lengd: 1h 41 min
Tegund: Hasar, Ævintýri, Teiknimynd
Aldurstakmark: Leyfð
Leikstjóri:
Charlie Bean
CHIPS
Þeir Jon Baker og Frank Poncherello eru lögreglumenn sem eiga að gæta að því að lögum og reglum sé fylgt á götum Los Angeles og á hraðbrautunum í grennd við borgina. Þeir félagar taka starf sitt hins vegar ekkert allt of alvarlega enda hafa þeir meira gaman af að aka mótorhjólunum en að fylgjast með öðrum aka.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 24.3.2017, Lengd: 1h 40 min
Tegund: Gaman, Hasar
Aldurstakmark: Bönnuð innan 16 ára
Leikstjóri:
Dax Shepard
Collateral Beauty
Howard Inlet er mikilsvirtur fyrirtækjaeigandi í New York sem missir trúna á lífið þegar ung dóttir hans deyr. Í framhaldinu dregur hann sig inn í skel sína en byrjar um leið að skrifa ástinni, tímanum og dauðanum bréf með áleitnum spurningum og póstleggur þau. Hvernig gat hann mögulega vitað að þau myndu öll svara honum í eigin persónu?
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 30.12.2016, Lengd: 1h 34 min
Tegund: Drama
Aldurstakmark: Leyfð
Leikstjóri:
David Frankel
The Martian
Geimfarinn Mark Watney (Damon) er talinn látinn eftir að ofsafenginn stormur gengur yfir. Félagar hans skilja hann því eftir. En Whatney lifði af og er nú einn og yfirgefinn, fastur á fjandsamlegri plánetu.
Dreifingaraðili: Max Dreifing
Frumsýnd: 29.9.2015, Lengd: 2h 21 min
Tegund: Hasar, Vísindaskáldskapur, Ævintýri
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
Leikstjóri:
Ridley Scott
Vacation
Í þeirri von að hrista fjölskylduna betur saman og til að leyfa börnum sínum að upplifa ferðalagið sem hann fór í sem barn, þá fer Rusty Griswold með eiginkonu og tvo syni sína í ferðalag þvert yfir landið í flottasta skemmtigarð Bandaríkjanna, Walley World. En ekki fer allt eins og áætlað var.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 12.8.2015, Lengd: 1h 39 min
Tegund: Gaman
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
Ant-Man
Vopnaður ofurgalla með hinum ótrúlega hæfileika að minnka í stærð en aukast í styrk, þarf meistaraþjófurinn Scott Lang að finna hetjuna innra með sér og hjálpa læriföður sínum, Dr. Hank Pym, að skipuleggja og fremja rán sem mun bjarga heiminum.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 16.7.2015, Lengd: 1h 57 min
Tegund: Hasar, Vísindaskáldskapur
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
Leikstjóri:
Peyton Reed
Fury
Myndin gerist í lok Seinni heimsstyrjaldarinnar, nánar tiltekið í apríl árið 1945. Bandamenn eru að færa sig lengra og lengra inn í Evrópu. Vígamóður liðþjálfi að nafni Wardaddy er yfirmaður skriðdreka með fimm hermenn innanborðs, sem fer í lífshættulegan leiðangur yfir víglínuna.
Dreifingaraðili: Max Dreifing
Frumsýnd: 21.10.2014, Lengd: 2h 14 min
Tegund: Drama, Hasar
Aldurstakmark: Bönnuð innan 16 ára
Leikstjóri:
David Ayer
Turbo
Myndin fjallar um snigil sem dreymir stóra drauma - og hraða. Eftir skringilegt slys fær hann skyndilega þann hæfileika að geta hreyft sig ofurhratt. Turbo ákveður að keppa í heimsins hraðasta kappakstri, Indianapolis 500 kappakstrinum.
Dreifingaraðili: Max Dreifing
Frumsýnd: 1.10.2013, Lengd: 1h 36 min
Tegund: Gaman, Ævintýri, Teiknimynd
Aldurstakmark: Leyfð
Leikstjóri:
David Soren
End of Watch
Tveir LAPD lögreglumenn lenda á svörtum lista hjá illvígu glæpagengi eftir að þeir gera þýfi upptækt hjá meðlimum gengisins. Jake Gyllenhaal og Michael Pena fara með aðalhlutverkin í því sem hefur verið lýst sem einni raunverulegustu og raunsæustu Amerísku löggumynd allra tíma.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 12.10.2012, Lengd: 1h 49 min
Tegund: Drama, Hasar
Aldurstakmark: Bönnuð innan 16 ára
Leikstjóri:
David Ayer