Gleymdist lykilorðið ?

Leita

12 Niðurstöður fundust
Hook (1991)
Pétur Pan er orðinn fullorðinn og er orðinn lögfræðingur sem sérhæfir sig í samrunum og yfirtökum fyrirtækja. Hann er kvæntur dótturdóttur Wendy.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 5.12.2024, Lengd: 2h 22 min
Tegund: Gaman, Ævintýri, Fantasía, Fjölskyldumynd, Bíótöfrar
Aldurstakmark: Bönnuð innan 6 ára
Leikstjóri:
Steven Spielberg
Saving Private Ryan (1998)
Kvikmyndin vann 5 Óskarsverðlaun, en tilnefnd til 11. Besta kvikmyndataka, besta leikstjórn, bestu hljóðeffektar, besta klipping, besta hljóð. Saving Private Ryan fjallar um John H. Miller höfuðsmann og hersveit hans í síðari heimsstyrjöldinni.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 21.3.2024, Lengd: 2h 49 min
Tegund: Drama, Stríðsmynd, Gullmolar
Aldurstakmark: Bönnuð innan 16 ára
Leikstjóri:
Steven Spielberg
Leikarar:
Tom Hanks, Matt Damon
The Fabelmans
Hálf ævisöguleg mynd sem byggist á uppvexti Steven Spielberg í Arizona á eftirstríðsárunum, þegar hann var á aldrinum sjö til átján ára gamall. Hinn ungi Sammy Fabelman kemst að ógnvænlegu fjölskylduleyndarmáli og skoðar hvernig kvikmyndirnar geta hjálpað okkur að sjá sannleikann um hvort annað og okkur sjálf.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 27.1.2023, Lengd: 2h 31 min
Tegund: Drama
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
Leikstjóri:
Steven Spielberg
West Side Story
Kvikmyndagerð söngleikjarins West Side Story, sem fjallar um forboðnar ástir og átökin á milli Jets og Sharks, tveggja unglingsgengja af ólíkum kynþáttum.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 1.1.2022, Lengd: 2h 36 min
Tegund: Drama, Tónlist, Glæpamynd
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
Leikstjóri:
Steven Spielberg
Ready Player One
Myndin fjallar um strák sem er heltekinn af menningu níunda áratugar síðustu aldar, og fer í skransöfnunarleiðangur í gegnum OASIS, sem er sýndarveruleikaheimur árið 2045.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 28.3.2018, Lengd: 2h 20 min
Tegund: Hasar, Vísindaskáldskapur
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
Leikstjóri:
Steven Spielberg
The Post
Yfirhylming sem náði yfir setu fjögurra Bandaríkjaforseta í embætti, varð til þess að fyrsti kvenkyns dagblaðaútgefandinn og metnaðarfullur ritstjóri, lentu í eldlínunni, mitt á milli blaðamanna og yfirvalda. Byggt á sannri sögu.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 19.1.2018, Lengd: 1h 55 min
Tegund: Drama, Ævisaga
Aldurstakmark: Bönnuð innan 6 ára
Leikstjóri:
Steven Spielberg
The BFG
Myndin segir frá BFG sem fer með hina 10 ára gömlu Sophie til Risalands, þar sem hann sýnir henni Draumalandið, staðinn þar sem hann safnar saman töfradraumum sem rata svo inn í huga krakka á meðan þeir sofa. En þegar aðrir risar, ekki eins vinsamlegir, frétta af komu Sophie, þá verða þeir allt annað en ánægðir.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 1.7.2016, Lengd: 1h 57 min
Tegund: Ævintýri, Fantasía, Fjölskyldumynd
Aldurstakmark: Bönnuð innan 6 ára
Leikstjóri:
Steven Spielberg
Bridge of Spies
Bandarískur lögfræðingur er ráðinn af CIA á tímum Kalda stríðsins til að hjálpa til við að bjarga flugmanni sem er í haldi í Sovétríkjunum.
Dreifingaraðili: Max Dreifing
Frumsýnd: 23.11.2015, Lengd: 2h 21 min
Tegund: Drama
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
Leikstjóri:
Steven Spielberg
Jurassic World
Hér er á ferðinni glænýtt framhald á einni vinsælustu kvikmyndaseríu allra tíma sem stórmeistarinn Steven Spielberg kom af stað. Jurassic World gerist á eyjunni Isla Nublar sem er sögusvið fyrstu myndarinnar þar sem Júragarðurinn var fyrst reistur.
Dreifingaraðili: Myndform
Frumsýnd: 10.6.2015, Lengd: 2h 04 min
Tegund: Hasar, Ævintýri
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
Leikstjóri:
Colin Trevorrow
War Horse
Frá meistara Steven Spilberg kemur óskarsverðlauna stórmyndin WAR HORSE sem fjallar um Ungan mann sem heitir Albert og hestinn hans Joey og hvernig þeirra tengsl eru brotinn þegar Joey er seldur til hersins og látinn þjóna riddarliði þeirra í fyrri heimstyrjöldinni.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 27.1.2012, Lengd: 2h 26 min
Tegund: Drama
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
Leikstjóri:
Steven Spielberg
Ævintýri Tinna
The Adventures of TinTin
Frá margföldum óskarsverðlaunahöfum, leikstjóranum Steven Spielberg og framleiðandanum Peter Jackson, tveimur af fremstu sögumönnum samtímans, kemur bíóviðburður ársins.
Dreifingaraðili: Max Dreifing
Frumsýnd: 28.10.2011, Lengd: 1h 47 min
Tegund: Fjölskyldumynd
Aldurstakmark: Bönnuð innan 7 ára
Leikstjóri:
Steven Spielberg
Cowboys and Aliens
Frá Steven Spielberg og Ron Howard kemur COWBOYS & ALIENS. Geimskip birtist í Arizona í Bandaríkjunum árið 1873 í þeim tilgangi að taka yfir jörðina. Eina sem stendur í þeirra vegi eru kúrekar vestursins. Þegar minnislaus aðkomumaður snýr til smábæjar verður hann miðdepill athyglar bæjarbúa.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 10.8.2011, Lengd: 1h 58 min
Tegund: Hasar, Vísindaskáldskapur, Ævintýri
Aldurstakmark: Bönnuð innan 14 ára
Leikstjóri:
Jon Favreau