Gleymdist lykilorðið ?

Skvísubíó

10 Things I Hate About You
Framhaldsskólastrákurinn Cameron getur ekki farið á stefnumó með Biöncu fyrr en andfélagsleg eldri systir hennar, Kat, á kærasta. Þannig að Cameron borgar dularfullum dreng, Patrick, til að heilla Kat.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 10.10.2024, Lengd: 1h 37 min
Tegund: Gamanmynd, Drama, Rómantík, Skvísubíó
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
Frumsýnd 10.10.2024
Leikstjóri:
Gil Junger
Clueless
Cher er menntaskólastúlka í Beverly Hills, og þarf að glíma við hin ýmsu vandamál er fylgja því að vera unglingur. Ytra útlit hennar bendir til þess að hún sé mjög yfirborðsleg, en í raun felur það bara þá staðreynd að hún er snjöll, aðlaðandi og klár, sem allt hjálpar henni að fást við sambönd, vini, fjölskyldu, skólann og samkvæmislíf táningsins.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 11.4.2024, Lengd: 1h 37 min
Tegund: Gamanmynd, Rómantík, Skvísubíó
Aldurstakmark: Leyfð
Frumsýnd 11.4.2024
Leikstjóri:
Amy Heckerling
Ghost
Sam og Molly eru hamingjusamt par og mjög ástfangin. Á leið heim til sín eitt kvöldið, eftir að hafa farið í leikhús, þá mæta þau þjófi í dimmu húsasundi, og Sam er myrtur. Hann uppgötvar að hann er nú orðinn draugur og að hann var ekki drepinn af neinni tilviljun.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 7.11.2024, Lengd: 2h 07 min
Tegund: Drama, Rómantík, Fantasía, Skvísubíó
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
Frumsýnd 7.11.2024
Leikstjóri:
Jerry Zucker
How to Lose a Guy in 10 Days
Auglýsingamaðurinn Benjamin Barry á í samkeppni við tvær samstarfskonur sínar um stóran samning við demantasala. Hann veðjar við þær um að ef honum tekst að fá konu, að þeirra vali, til að verða ástfangna af sér innan 10 daga, þá fái hann samninginn við demantafyrirtækið.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 16.5.2024, Lengd: 1h 56 min
Tegund: Gamanmynd, Rómantík, Skvísubíó
Aldurstakmark: Bönnuð innan 6 ára
Frumsýnd 16.5.2024
Leikstjóri:
Donald Petrie
My Best Friend's Wedding
Michael O'Neal og Julianne Potter voru eitt sinn par, en eru nú búin að vera vinir um árabil. Dag einn hringir Michael í Julianne til að segja henni að hann hafi fundið þá einu réttu og sé að fara að giftast Kimberly Wallace, og biður hana um koma og vera aðal brúðarmær.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 14.2.2024, Lengd: 1h 45 min
Tegund: Gamanmynd, Drama, Rómantík, Skvísubíó
Aldurstakmark: Leyfð
Frumsýnd 14.2.2024
Leikstjóri:
P.J. Hogan
Notting Hill
William Thacker, bóksali í Notting Hill, upplifir draum flestra karlmanna þegar Anna Scott, fegursta kona í heimi og vinsælasta kvikmyndaleikkona heims sömuleiðis, kemur inn í búðina hans. Stuttu síðar, þegar hann á enn erfitt með að trúa því sem gerðist, rekst hann aftur á hana - og í þetta sinn sullar hann appelsínusafa yfir hana alla.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 5.9.2024, Lengd: 2h 04 min
Tegund: Gamanmynd, Drama, Rómantík, Skvísubíó
Aldurstakmark: Leyfð
Frumsýnd 5.9.2024
Leikstjóri:
Roger Michell
Pretty Woman
Edward er forríkur viðskiptajöfur sem sérhæfir sig í því að kaupa fyrirtæki og selja þau í bútum. Í einni viðskiptaferðinni til Los Angeles ákveður hann að leigja sér fylgdardömu þar sem hann er nýhættur með kærustunni sinni og það er ekki við hæfi að maður eins og hann mæti einn á samkundur ríka og fræga fólksins.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 18.1.2024, Lengd: 1h 59 min
Tegund: Gamanmynd, Rómantík, Skvísubíó
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
Frumsýnd 18.1.2024
Leikstjóri:
Garry Marshall
Sleepless in Seattle
Eftir að Sam Baldwin missir eiginkonu sína þá flytur hann ásamt syni sínum Jonah frá Chicago til Seattle, til að jafna sig á sorginni eftir dauða konunnar, Maggie. Átján mánuðum síðar þá er Sam enn að syrgja konuna og á erfitt með svefn.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 7.3.2024, Lengd: 1h 45 min
Tegund: Gamanmynd, Drama, Rómantík, Skvísubíó
Aldurstakmark: Leyfð
Frumsýnd 7.3.2024
Leikstjóri:
Nora Ephron
The Joy Luck Club
Lífssögur fjögurra austur-asískra kvenna og dætra þeirra endurspegla og leiðbeina hver annarri.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 8.8.2024, Lengd: 2h 19 min
Tegund: Drama, Skvísubíó
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
Frumsýnd 8.8.2024
Leikstjóri:
Wayne Wang
Thelma and Louise
Louise vinnur á skyndibitastað og á í vandræðum með kærastann Jimmy sem er tónlistamaður og er alltaf á tónleikaferðalögum. Thelma er gift Darryl sem vill helst að hún sé bara í eldhúsinu á meðan hann er að horfa á fótboltaleiki í sjónvarpinu. Dag einn ákveða þær að breyta lífi sínum og fara í ferðalag.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 6.6.2024, Lengd: 2h 10 min
Tegund: Drama, Ævintýri, Glæpamynd, Skvísubíó
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
Frumsýnd 6.6.2024
Leikstjóri:
Ridley Scott