Gleymdist lykilorðið ?

Gravity

Frumsýnd: 18.10.2013
Dreifingaraðili: SAMfilm
Tegund: Vísindaskáldskapur, Spenna
Lengd: 1h 30 min
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
|

Tveir geimfarar lenda í bráðri lífshættu þegar geimfar þeirra lendir í geimruslsdrífu og laskast svo mikið að viðgerð er óhugsandi.

Gravity er nýjasta mynd meistaraleikstjórans Alfonsos Cuarón sem gerði síðast hina mögnuðu mynd Children of Men, en hún var tilnefnd til þrennra Óskarsverðlauna árið 2007 og hlaut fjölmörg önnur verðlaun. Með aðalhlutverkin fara þau George Clooney, Sandra Bullock og Ed Harris en handritið er eftir Alfonso sjálfan og son hans, Jonás Cuarón.

Bullock leikur Ryan Stone sem er í sinni fyrstu geimferð, en Clooney leikur leiðangursstjórann Matt Kowalski sem er í sinni síðustu ferð. Þau eru bæði við vinnu utan geimstöðvarinnar þegar slysið verður. Það orsakar m.a. sambandsleysi við stjórnstöð á Jörð sem þar með getur lítið sem ekkert gert geimförunum til aðstoðar. Vandamálið er risastórt og ekki bætir úr skák að þau Stone og Kowalski hafa takmarkaðar birgðir af súrefni þannig að tíminn sem þau hafa til að bjarga sér er naumur...

Engin mynd hefur hlotið jafn góða gagnrýni á þessu ári og má því halda því fram að hér sé líkleg Óskarsverðlaunamynd á ferð.

Myndin er á topp 10 listanum á IMDB.com yfir bestu myndir allra tíma ásamt því að vera með 97% á Rotten Tomatoes. Auk þess hefur myndin slegið öll aðsóknarmet í október í USA og er búinn að vera 2 vikur í röð á toppnum.