Gleymdist lykilorðið ?

Hér að neðan má finna ýmsar upplýsingar sem viðkemur starfsemi Sambíóanna

 

Mismunandi leiðir til að nálgast bíómiðann þinn ef hann er verslaður á sambio.is

  • Miðinn prentaður út á heimaprentara
  • Þú getur farið á síðuna þína í símanum, opnar PDF skjalið þar og sýnir dyraverði sem skannar það inn beint af símanum. 
  • Stillir snjallsímann í að taka á móti tölvupósti og opnar PDF skjalið
  • Farið í miðasölu eða sjoppu og starfsmaður Sambíóa prentar út miðann þinn

Opnunartímar

  • Miðasölur Sambíóanna opna 30 mínútum fyrir fyrstu sýningar hvers dags.

Aldurstakmörk á myndir

Sambíóin fylgja lögum um kvikmyndaskoðun nr. 62/2006
Ábyrgð og skyldur kvikmyndahúsa skv. þessum lögum má finna á vef kvikmyndaskoðunar hér að neðan 

https://kvikmyndaskodun.is/aldursmerkingar/
 

 

XML og RSS

http://www.sambio.is/xml

Starfsmenn Sambíóanna

  • Upplýsingar um Starfsmenn eru veittar í gegnum síma 575-8900

Sækja um vinnu

  • Til að sækja um vinnu hjá Sambíóunum þá vinsamlega sendið tölvupóst með ferilsskrá á atvinna@sambio.is 

Lógó Sambíóanna

Auglýsingar í Sambíóunum

Hópabíó

 

VIP Lúxus salur í Álfabakka

Selt er í númeruð sæti, ótakmarkað popp og gos er innifalið í miðaverði í Lúxus VIP sal og ekkert hlé er á sýningum í þeim sal. 

 

Styrkir

  • SAMbíóin taka virkan þátt í margvíslegum samfélagsmálum með stuðningi af ýmsum toga.  
  • Margir leita til okkar eftir stuðningi eða samstarfi og því veljum við vandlega þau verkefni sem við styrkjum.
  • Þótt öll erindi verðskuldi athygli viljum við taka fram, að við styrkjum ekki félög eða samtök þar sem gert er upp á milli fólks á grundvelli kynþáttar, trúar, kyns eða kynhneigðar – við afþökkum allt slíkt.
  • Hins vegar viljum við heyra frá þér ef verkefnið þitt er til þess fallið að vekja athygli á sambíóunum á skemmtilegan og sérstæðan máta.
  • Allir sem óska eftir stuðningi eða styrk frá sambíóunum til verkefna eða viðburða, hvort sem um er að ræða vörur eða fjármuni, eru beðnir um að senda tölvupóst á styrkir@samfilm.is   
  • Við svörum öllum umsóknum sem okkur berast og leggjum okkur fram við að afgreiða erindin fljótt og vandlega.

 

 

Kaupa miða á netinu, upplýsingar

|
 
ATH, aðgöngumiðinn þinn má ávallt finna á "þinni síðu" á Sambio.is, sú síða heldur utan um viðskiptasöguna þína og geta viðskiptavinir alltaf leitað þangað ef þú færð t.a.m. ekki miðann þinn í tölvupósti.

Þegar miðar í Sambíóin eru keyptir á netinu þá er hægt að velja um að skrá sig sem notanda eða ekki
Því næst er hægt að fara í gegnum kaupferlið og er það gert úr garði þannig að auðvelt og þægilegt á að vera fyrir alla að kaupa miða.

ef valið er að greiða með greiðslukorti þá fer viðskiptavinur yfir á örugga greiðslusíðu Valitor og gengur frá greiðslu þar, þegar því er lokið þá uppfærist kaupsíðan á sambio.is og miðana má nálgast bæði í tölvupósti notanda og á sambio.is á svæði notanda.

Athugið að þegar verslað er með kreditkorti þá eru í gangi 2 kvittanir og aðgöngumiði, 
fyrsta kvittunin er lögbundin kvittun sem senda þarf þegar greitt er með kreditkorti.
þessi kvittun er ekki aðgöngumiðinn,

Aðgöngumiðann má finna bæði í öðrum tölvupósti og á þinni síðu á sambio.is 
Þar má einnig finna sundurliðaða kvittun yfir hvað var keypt.
Það er nóg fyrir viðskiptavini að prenta eingöngu út aðgöngumiðann og koma með beint til dyravarðar sem skannar hann 

 

 

Stefna Sambíóanna um meðferð persónuupplýsinga mun hlýta gildandi lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Í þeim tilfellum þar sem persónulegar upplýsingar eru skráðar t.d. vegna starfsumsókna, pantana eða beiðna um frekari upplýsingagjöf, þar sem þú þarft að skrá nafn þitt, heimilisfang, tölvupóstfang eða aðrar persónutengdar upplýsingar, skuldbinda Sambíóin sig til þess að varðveita framangreindar upplýsingar á öruggan og tryggan hátt og munu ekki miðla á nokkurn hátt upplýsingum sem skráðar hafa verið í ofangreindum tilgangi til þriðja aðila án samþykkis viðkomandi aðila eða í kjölfar dómsúrskurðar.

Ef einstaklingur óskar eftir frekari upplýsingum og eða vill láta afskrá allar persónugreinanlegar upplýsingar sínar úr gagnagrunni Sambíóanna þá vinsamlegast hafið samband á tölvupóstfangið unregister@samfilm.is 

Rekstraraðili og ábyrgðaraðili síðu er Sam-félagið ehf, Álfabakka 8, 109 Reykjavík, s. 5758900