Gleymdist lykilorðið ?

Væntanlegt

Guardians of the Galaxy
Guardians of the Galaxy er byggð á samnefndum teiknimyndasögum frá Marvel, en segja má að ofurhetjurnar sem þar eiga sviðið séu nokkurs konar geimútgáfur af The Avengers-ofurhetjunum.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 31.7.2014, Lengd: 2h 02 min
Tegund: Hasar, Vísindaskáldskapur, Ævintýri
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
Leikstjóri:
James Gunn
Lucy
Það hefur verið sagt að maðurinn noti í raun ekki nema um 10% af heilanum sem aftur hefur leitt að þeirri spurningu hvað myndi gerast ef menn gætu nýtt heilann 100%? Segja má að þetta sé grunnur sögunnar í Lucy, nýjustu mynd Lucs Besson sem bæði leikstýrir og skrifar handritið.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 6.8.2014, Lengd: 1h 30 min
Tegund: Hasar, Vísindaskáldskapur
Aldurstakmark: Bönnuð innan 16 ára
Í bíó frá 6.8.2014
Leikstjóri:
Luc Besson
Fading Gigolo
Það eru úrvalsleikararnir John Turturro, Woody Allen, Sharon Stone, Vanessa Paradis, Sofía Vergara og Liev Schreiber sem fara með aðalhlutverkin í rómantíska gamandramanu Fading Gigolo sem frumsýnd verður þann 8. ágúst. Myndin er jafnframt fimmta mynd Johns Turturro sem leikstjóra, en hann skrifaði handritið sjálfur.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 8.8.2014, Lengd: 1h 30 min
Tegund: Gamanmynd
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
Í bíó frá 8.8.2014
Leikstjóri:
John Turturro
Jersey Boys
Jersey Boys eftir Clint Eastwood er byggð á samnefndum söngleik og sögu ungu mannanna sem skipuðu The Four Seasons og urðu heimsfrægir í byrjun sjöunda áratugs síðustu aldar. Um leið þurftu þeir að glíma bæði við það góða sem frægðinni fylgdi og það slæma. Söngleikurinn, sem var frumsýndur á Broadway árið 2005 og hlaut m.a.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 8.8.2014, Lengd: 2h 15 min
Tegund: Drama, Tónlistarmynd
Aldurstakmark: Bönnuð innan 16 ára
Í bíó frá 8.8.2014
Leikstjóri:
Clint Eastwood
Planes: Fire and Rescue
Við kynntumst áburðarflugvélinni Dusty í Disney-myndinni Flugvélarsem frumsýnd var í ágúst í fyrra en Dusty átti þá við þann vanda að stríða að vera alveg óskaplega lofthræddur – sem er auðvitað alveg ómögulegt þegar maður er flugvél.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 15.8.2014, Lengd: 1h 30 min
Tegund: Gamanmynd, Ævintýri, Teiknimynd
Aldurstakmark: Leyfð
Í bíó frá 15.8.2014
Leikstjóri:
Roberts Gannaway
Step Up: All In
Rómantíska Step Up-dansmyndaserían sem höfundurinn Duane Adler hleypti af stokkunum árið 2006 hefur notið mikilla vinsælda á undanförnum árum og þá að sjálfsögðu hjá þeim sem kunna að meta töfra dansins. Í Step Up: All In endurnýjum við kynnin af mörgum þeim persónum sem komið hafa fram í fyrri myndunum og sýna nú listir sínar á ný.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 15.8.2014, Lengd: 1h 30 min
Tegund: Drama, Rómantík
Aldurstakmark: Bönnuð innan 7 ára
Í bíó frá 15.8.2014
Leikstjóri:
Trish Sie
Into The Storm
Það má segja að móðir náttúra sé í stærsta hlutverkinu í hamfaramyndinni Into the Storm sem frumsýnd verður þann 20. ágúst og lofar góðu. Myndin þykir afar vel gerð þar sem stanslaus spenna og mikill hasar fær áhorfendur til að grípa andann á lofti.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 20.8.2014, Lengd: 1h 29 min
Tegund: Hasar, Þriller
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
Í bíó frá 20.8.2014
Leikstjóri:
Steven Quale
Teenage Mutant Ninja Turtles
Þeir skjaldbökubræður sem búa í holræsum New Yorkborgar og koma upp á yfirborðið til að berjast við vont fólk og geimverur komu fyrst fram á sjónarsviðið árið 1984 í teiknimyndasögu eftir tvo unga listamenn, þá Kevin Eastman og Peter Laird.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 29.8.2014, Lengd: 1h 30 min
Tegund: Gamanmynd, Hasar, Ævintýri
Aldurstakmark: Bönnuð innan 10 ára
Í bíó frá 29.8.2014
Leikstjóri:
Jonathan Liebesman
Afinn
Kvikmyndin AFINN er hjartnæm gaman-drama mynd, leikstýrð af Bjarna Hauki Þórssyni með Sigurði Sigurjónssyni í aðalhlutverki. Myndin er byggð á hinu geysivinsæla og samnefnda leikriti sem sýnt var í Borgarleikhúsinu. Kvikmyndin segir frá Guðjóni sem lifað hefur öruggu lífi.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 26.9.2014, Lengd: 1h 45 min
Tegund: Gamanmynd, Drama
Aldurstakmark: Leyfð
Í bíó frá 26.9.2014
Interstellar
Mynd byggð á kenningum eðlisfræðingsins Kip Thorne um þyngdaraflssvæði í geimnum, ormagöng, tímaferðalög og fleiri kenningar sem Albert Einstein náði aldrei að sanna.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 7.11.2014, Lengd: 1h 30 min
Tegund: Vísindaskáldskapur
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
Í bíó frá 7.11.2014
Leikstjóri:
Christopher Nolan
Jupiter Ascending
Myndin fjallar um unga og blásnauða konu sem sjálf Drottning alheimsins ákveður að eigi að taka af lífi þar sem tilvera hennar ógnar veldi drottningar.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 6.2.2015, Lengd: 1h 30 min
Tegund: Hasar, Vísindaskáldskapur, Ævintýri
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
Í bíó frá 6.2.2015