Gleymdist lykilorðið ?

 


 

Sambíóin Álfabakka


Sambíóin Álfabakka var byggt árið 1982 og er eitt fullkomnasta kvikmyndahús á landinu.
Þetta var fyrsta kvikmyndahúsið á norðurlöndum sem var búið THX kerfinu. Bíóið var fyrst kvikmyndahúsa á Íslandi til að bjóða uppá frumsýningar glænýrra kvikmynda og oft voru sankallaðar evrópufrumsýningar.

Önnur kvikmyndahús á þessum tíma buðu uppá kvikmyndir sem voru orðnar tveggja ára eða eldri.SAMbíóin Álfabakka brutu margar hefðir sem fyrir voru þegar það var opnað og má segja að með tilkomu þess hafi bíómenning íslands byrjað fyrir alvöru.
Sambíóin álfabakkka er í dag búið 6 kvikmyndasölum, þetta var fyrsta kvikmyndahúsið sem bauð upp á lúxus VIP sal, en sá salur er búinn þægilegum rafdrifnum sætum, sá salur var vígður í ágúst árið 2001

 • Salir 6
 • Sætafjöldi 948
 • Heimilisfang
 • Álfabakki 8
 • Sími 575 8900
 • fax 587 8910

 

Sambíóin Egilshöll

 

 


 

Sambíóin Kringlunni

Sambíóin Kringlunni var byggt árið 1996 og var fyrsta kvikmyndahúsið á íslandi sem byggt var inní verslunarmiðstöð, fyrirmyndin var sótt til bandaríkjanna og bretlands. Kvikmyndahúsið er búið 3 sýningarsölum.

Það var fyrsta kvikmyndahúsið á íslandi sem bauð uppá THX hljóðkerfi í öllum sölum. Sambíóin kringlunni er fyrsta kvikmyndahúsið á Íslandi sem býður uppá DIGITAL bíósýningar og er leiðandi í þeirri tækni hér á íslandi

 • Salir 3
 • Sætafjöldi 685
 • Heimilisfang Kringlunni 4-6
 • Sími 575 8900

 


 

Sambíóin Akureyri

Sambíóin á Akureyri hafa yfir tveimur sýningarsölum að ráða. A salur tekur 211 manns í sæti en B salur 98 manns. Kvikmyndahúsið er glæsilega útbúið og hefur verið mikið endurnýjað frá því sem var hér á árum áður þegar Akureyringar þekktu það helst undir nafninu Nýja bíó. Húsið var reist árið 1929 og rekið undir Nafninu NýjaBío Til fjölda ára Rekstri Kvikmyndahús var síðan hætt og Síðar tók við nýr rekstur í húsinu en þá var settur á lagginar skemmtistaðurinn 1929 en þema skemmtistaðarins var allt tengt kvikmyndum og var einn vinsælasti skemmtistaður landsins í mörg ár og spiluðu það margar af stærstu hljómsveitum landsins árið 1995 brann svo húsið og öllum rekstri hætt En árið í nóvember 1998  var Bíóið opnað almenningi aftur og þá auðvitað undir nafninu Nýja bíó


 

Sambíóin Keflavík

Sambíóin keflavík voru fyrsta sambíóið , það var byggt árið 1941 af eyjólfi ásberg. Sambíóin keflavík er búið 2 sölum. Salur 1 var endurreistur árið 1998 og salur 2 var byggður 2001

 • Salir 2
 • Sætafjöldi 271
 • Heimilisfang Hafnargata 33
 • Sími 575 8900