Gleymdist lykilorðið ?

The Babymakers

Frumsýnd: 24.8.2012
Dreifingaraðili: SAMfilm
Tegund: Gaman, Ævintýri
Lengd: 1h 30 min
Aldurstakmark: Ómetið
|

Gamanmynd um mann sem ákveður að ræna sæðisbanka þegar frumurnar sem hann framleiðir dags daglega hætta að virka. Þau Tommy (Paul Schneider) og Audrey (Olivia Munn) eru hamingjusöm hjón sem ákváðu að ef samband þeirra væri enn jafn gott eftir þrjú ár og það var þegar það byrjaði væri kominn tími til að eignast börn. En það er alveg sama hvað þau reyna og hve oft þau reyna það, ekkert bólar á barninu. Eftir rannsókn læknis kemur í ljós að ástæðan fyrir púðurskotunum er sú að Tommy framleiðir svo hægfara og áhugalausar sæðifrumur að þær ná einfaldlega ekki nógu langt til að eitthvað verði úr þeim.

Sem betur fer hafði Tommy lagt inn í sæðisbanka fyrir fimm árum og kemst nú að því að það er einn skammtur eftir í hirslum bankans. Vondu fréttirnar eru að hann er seldur. Nú eru góð ráð dýr. Félagi Tommys, Wade Kevin Heffernan), vill auðvitað hjálpa sínum manni og leggur til sæðisbankarán. Á það líst Tommy ekkert enda vill hann frekar vera barnslaus en fara í fangelsi. En þegar indverskur mafíósi, Ron Jon (Jay Chandrasekhar), kemur til sögunnar og virðist kunna sitthvað fyrir

PUNKTAR:

• Leikstjóri myndarinnar, Jay Chandrasekhar, og sá sem leikur besta vin Tommys, Kevin Heffernan, eru tveir fimmtu af bandaríska gamanmyndahópnum Broken Lizard sem gerði m.a myndirnar Slammin’ Salmon, Super Troopers og hina vinsælu Beerfest.