Gleymdist lykilorðið ?

Sinister

Frumsýnd: 4.1.2013
Dreifingaraðili: SAMfilm
Tegund: Hryllingur, Spenna
Lengd: 1h 50 min
Aldurstakmark: Bönnuð innan 16 ára
|

Sinister er mögnuð mynd fyrir alla sem kunna að meta hrollvekjur í sérflokki, hafa gaman af því að finna hárin rísa og kalda strauma hríslast um hrygginn!

Myndin segir frá rithöfundinum Ellison Oswald sem hefur sérhæft sig í að skrifa sakamálasögur sem eru byggðar á sönnum atburðum. Til að fá innblástur fyrir næstu bók sína flytur hann með fjölskyldu sína í hús þar sem hroðalegir atburðir gerðust fyrir nokkrum árum, þegar fjórir af fimm manna fjölskyldu voru myrtir.

Fljótlega eftir flutninginn fer Ellison að gruna að þetta fjölskyldumorð tengist öðrum eldri morðum sem framin voru á svæðinu og ekki nóg með það heldur fer hann einnig að gruna að morðinginn sjálfur leiki enn lausum hala í nágrenninu.

Þegar Ellison finnur gamla 8mm sýningarvél uppi á háalofti hússins

ásamt nokkrum filmum fer í gang skelfileg atburðarás...

FRÓÐLEIKSMOLAR



• Leikstjóri Sinister, Scott Derrickson, gerði einnig hina mögnuðu mynd The Exorcism of Emily Rose árið 2005.

• Sinister hefur fengið afar góða dóma þeirra sem séð hafa og kunna að meta góðar hrollvekjur. Þetta má m.a. sjá á umsögnum almennra notenda á Imdb og dómum gagnrýnenda, t.d. Michaels Allen á vefsíðunni 28dayslateranalysis.com, en hann segir m.a. að Sinister sé á meðal þriggja bestu sem hann hefur séð í flokki hrollvekja: „Sinister is a thrilling film for horror fans ... a film that has to be seen on the big screen in order to fully experience Derrickson’s dark vision.“