Gleymdist lykilorðið ?

The Last Stand

Frumsýnd: 1.2.2013
Dreifingaraðili: Myndform
Tegund: Hasar
Lengd: 1h 47 min
Aldurstakmark: Bönnuð innan 16 ára
|

Ray Owens (Schwarzenegger) er fógeti í litlum bæ í Bandaríkjunum, Sommerton Junction, sem liggur við landamæri Mexíkó. Dag nokkurn flýr eiturlyfjabaróninn Gabriel Cortez (Noriega) úr haldi alríkislögreglunnar og stefnir hraðbyri í átt að landamærunum ásamt málaliðum sínum. Leið hans liggur þvert í gegnum Sommerton Junction, og til að bæta gráu ofan á svart hefur hann tekið fólk í gíslingu. Alríkislögreglan, ásamt alríkislögreglufulltrúanum John Bannister (Whitaker), mætir til bæjarins til að hafa hendur í hári Cortez, en Bannister telur lögreglusveit Owens óhæfa til að taka þátt í aðgerðinni. Að lokum tekur Owen málið í sínar eigin hendur og undirbýr sig, ásamt lögregluliði sínu, fyrir lokauppgjörið við eiturlyfjabaróninn alræmda.