Gleymdist lykilorðið ?

A Good Day to Die Hard

Frumsýnd: 14.2.2013
Dreifingaraðili: Max Dreifing
Tegund: Hasar, Spenna
Lengd: 1h 37 min
Aldurstakmark: Bönnuð innan 16 ára
|

Já, John McClane er mættur á svæðið í fimmtu Die Hardmyndinni og kemst nú að því að sonur hans, Jack McClane, er engu minna hörkutól en hann sjálfur. Það er að sjálfsögðu Bruce Willis sem leikur John McClane og í hlutverki sonar hans er Jai Courtney, sá sami og lék Charlie í Tom Cruise-myndinni Jack Reacher.

Í þetta sinn ferðast John til Moskvu í því skyni að aðstoða son sinn Jack, sem John heldur að sé á einhverjum villigötum. Hann verður því meira en lítið undrandi þegar í ljós kemur að Jack er í raun útsendari bandarísku leyniþjónustunnar og er í Moskvu til að koma í veg fyrir að rússneskir glæpamenn sem svífast einskis geti átt stórhættuleg viðskipti með kjarnorkuvopn. Áður en hægt er að telja upp að þremur er John kominn á kaf í málið með syni sínum og hasarinn nær hámarki.