Gleymdist lykilorðið ?

We're the Millers

Frumsýnd: 14.8.2013
Dreifingaraðili: SAMfilm
Tegund: Gaman
Lengd: 1h 50 min
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
|

Marijúanasali fær bláókunnugt fólk til að þykjast vera eiginkona hans, dóttir og sonur, til að hjálpa sér að smygla farmi af marijúana yfir landamæri Mexíkó til Bandaríkjanna.

We’re the Millers er eftir handritshöfundana Bob Fisher og Steve Faber sem skrifuðu m.a. The Wedding Crashers og er leikstýrt af Rawson Marshall Thurber.

Jason Sudeikis leikur David Burke sem hefur í sig og á með marijúanasölu. Dag einn býður léttgeggjaður eiturlyfjakóngur (Ed Helms) honum að skreppa fyrir sig til Mexíkó og ná þar í dálítinn farm af marijúana gegn 100 þúsund dollara greiðslu. Í fyrstu líst David ekkert á þetta en neyðist til að samþykkja dílinn þar sem hann er á milli steins og Sleggju gagnvart kónginum.

Í því skyni að villa um fyrir landamæravörðum bregður David á það ráð að fá nágrannakonu sína Rose (Jennifer Aniston) til að þykjast vera eiginkona hans í ferðinni, en Rose er nektardansmær að mennt og ákveður eftir efablandna umhugsun að slá til.

Til að fullkomna „fjölskylduna“ fær David síðan hinn grunnhyggna Kenny til að leika soninn og hina uppreisnargjörnu strokustúlku Casey í hlutverk dótturinnar. Og nú er bara að sjá hvernig þessari sérkennilegu fjölskyldu gengur að klóra sig í gegnum verkefnið ...

FRÓÐLEIKSMOLAR

• Þau sem leika þau Kenny og Casey eru Will Poulter, sem er á meðal efnilegustu leikara Breta um þessar mundir, og Emma Roberts, en hún er dóttir Erics Roberts og um leið bróðurdóttir Juliu Roberts og á því ekki hæfileikana langt að sækja.