Gleymdist lykilorðið ?

Riddick

Frumsýnd: 20.9.2013
Dreifingaraðili: SAMfilm
Tegund: Hasar, Vísindaskáldskapur, Spenna
Lengd: 1h 59 min
Aldurstakmark: Bönnuð innan 16 ára
|

Riddick, hinn ósigrandi vígamaður frá Furya, snýr aftur í þriðju mynd leikstjórans Davids Towhy um kappann sem leikinn er af Vin Diesel.

Þeir sem kunna að meta geimævintýri með miklum hasar og látum fá örugglega stútfullan pakka í nýjustu myndinni um hinn ódrepandi Richard Riddick.

Riddick fæddist á plánetunni Furya og er sá eini sem lifir af karlkyni sinnar tegundar eftir að hinn illi Zhylaw hafði látið myrða alla kynbræður hans þegar því var spáð að einhver þeirra myndi að lokum velta honum úr sessi.Síðan þá hefur Riddick verið á stanslausum flótta undan vígamönnum og hausaveiðurum sem vilja annað hvort drepa hann eða fanga hann fyrir verðlaun. Í þeim átökum hefur Riddick margoft verið talinn dauður en alltaf lifað af enda býr hann yfir hæfileikum sem enginn annar hefur, er með krafta í kögglum og ofuraugu sem m.a. gera honum kleift að sjá í svartamyrkri.

Enn á ný hefur Riddick verið svikinn og skilinn eftir til að deyja á eyðilegri plánetu þar sem alls kyns geimskrímsli ráða lögum og lofum. Ekki líður á löngu þar til hausaveiðararnir ásamt óvini úr fortíðinni mæta á svæðið og Riddick þarf að sýna mátt sinn og megin í baráttunni fyrir lífinu ...

Þetta er þriðja Riddick-myndin, en hinar tvær fyrri voru Pitch Black frá árinu 2000 og The Chronicles of Riddick frá 2004. Þá er ekki meðtalin teiknimyndin Dark Fury, en Riddick er einnig aðalpersónan í tveimur vinsælum tölvuleikjum, Escape From Butcher Bay og Assault on Dark Athena.

•Það eru kannski ekki allir sem vita það en Vin Diesel segist vera virkur hlutverkaspilari(Roleplaying) sbr. Dungeons & Dragons o.s.frv. auk

•Myndin er eins og staðan er í dag með 7 í einkunn á imdb.com

Leikstjóri: David Twohy