Gleymdist lykilorðið ?

Last Vegas

Frumsýnd: 24.1.2014
Dreifingaraðili: SAMfilm
Tegund: Gaman
Lengd: 1h 45 min
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
|

LAST VEGAS - ALLT LÁTIÐ FLAKKA!

Fjórir félagar til fimmtíu ára, þeir Paddy, Archie, Sam og Billy, fara til Las Vegas til að steggja þann síðastnefnda og sleppa um leið ærlega fram af sér beislinu.

Það eru stórleikararnir Robert De Niro, Morgan Freeman, Kevin Kline og Michael Douglas sem leika æskuvinina fjóra en leikstjóri er Jon Turteltaub sem gerði m.a. National Treasure-myndirnar, Phenomenon, While You Were Sleeping og Cool Runnings.

Þeir Paddy, Archie, Sam og Billy hafa í gegnum árin brallað mikið saman og mynduðu á æskuárunum gengi sem engum var óhætt að abbast upp á. Hins vegar var einn hlutur sem þeir höfðu alltaf ætlað að gera en komu aldrei í verk og það var að skella sér saman til gleðiborgarinnar Las Vegas og mála bæinn rauðan. Það tækifæri kemur hins vegar þegar Billy tilkynnir hinum þremur að hann hyggist loksins kvænast og býður þeim að koma með sér til Vegas að fagna tímamótunum og halda ærlegt steggjapartý.

Eins og allir sem fylgjast eitthvað með kvikmyndum vita þá eiga þeir Robert De Niro, Morgan Freeman, Kevin Kline og Michael Douglas glæsta ferla að baki í fjölmörgum kvikmyndum og fyrir aðdáendur þeirra verður örugglega gaman að sjá þá alla hér saman í laufléttu gríni þar sem þeir geta sleppt fram af sér beislinu og látið allt flakka.