Gleymdist lykilorðið ?Í Sambíóunum um land allt stendur til boða að halda afmælisveislur fyrir alla aldurshópa.

Í Álfabakka og Egilshöll stendur til boða aðstaða útbúin borðum og bekkjum þar sem hópar geta hittst
fyrir sýningu og notið vetinga endurgjaldslaust, en þá aðstöðu þarf að bóka sérstaklega.

Sýningartíma má finna hér.

Til að bóka afmælis hóp sendir þú neðangreindar upplýsingar á hopar(hjá)samfilm.is eða
aron(hjá)samfilm.is fyrir Sambíó Egilshöll.

Athugið að það þarf að senda póst á ofangreind e-mail til þess að tilboðin verði virk.
Pöntun eftir klukkan 16:00 verður svarað daginn eftir. Sé pantað eftir klukkan 16:00 á föstudegi, mun svar berast á mánudegi.
Pöntun er ekki staðfest fyrr en að starfsmaður Sambíóanna hefur sent staðfestingar póst þess efnis.

Það sem koma þarf fram við pöntun er:
- Bíómynd

- Dagsetning
- Sýningartími
- Kvikmyndahús
- Aldur og fjöldi gesta
- Tilboðsnúmer (Velja þarf eitt af tilboðunum hér að neðan)
- Forráðamaður og símanúmer
 

Tilboð fyrir 0-8 ára
Nr. 1 bíómiði: 750kr
Nr. 2 bíómiði + lítið popp og gos: 1200kr 
Nr. 3 bíómiði + mið popp og gos: 1300kr

Tilboð fyrir 9-12 ára
Nr. 4 bíómiði: 950kr
Nr. 5 bíómiði + lítið popp og gos: 1300kr
Nr. 6 bíómiði + mið popp og gos: 1450kr

Tilboð fyrir 13-66 ára
Nr. 7 bíómiði: 1150kr
Nr. 8 bíómiði + lítið popp og gos: 1500kr
Nr. 9 bíómiði + mið popp og gos: 1600kr
Nr. 10 bíómiði + stór popp og gos: 1800kr 

*        Hægt er að skipta út gosi fyrir safa án kostnaðar.
**      Verðskrá á ekki við um íslenskar kvikmyndir.


SKILMÁLAR

  • Ekki er leyfilegt að mæta með veitingar sem seldar eru í kvikmyndahúsunum.
  • Lágmarks fjöldi fyrir afmælishópa er 10 manns.
  • Greitt er fyrir þau sem mæta en þó aldrei færri en 10 manns.
  • Gert er ráð fyrir því að hópar séu greiddir í einu lagi (Þó er í lagi að skipta greiðslu).
  • Ekki eru tekin frá sæti fyrir hópa og því æskilegt að mæta tímanlega.
  • Fylgdarmenn og forráðamenn fá sama tilboð kjósi þeir að sitja sýninguna.