Gleymdist lykilorðið ?

Emojimyndin

The Emoji Movie, 2017

Frumsýnd: 21.8.2017
Dreifingaraðili: Sena
Tegund: Gamanmynd, Ævintýri, Teiknimynd
Lengd: 1h 26 min
Aldurstakmark: Leyfð
|

Gene býr ásamt aragrúa broskarla og alls kyns öðrum táknum í borg emoji-táknanna sem er falin á milli appanna í símanum. Táknin í borginni þrá að vera valin af eiganda símans og Gene er þar engin undantekning. Hann er svokallað „meh“-tákn og á að vera með tómlátan svip. Gene hefur þó litla sem enga stjórn á svipum sínum og hin táknin í borginni eru hrædd um að síminn verði straujaður komist eigandinn að þessu vandamáli. Gémmi Fimm og Töggur ganga til liðs við Gene og ferðast um símann þveran og endilangan í leit að kóðanum sem á að gera Gene að „eðlilegu“ emoji-tákni með einn fastan svip.

Leikstjóri: Tony Leondis