Skrá notanda
Nýskráning
Stefna Sambíóanna um meðferð persónuupplýsinga mun hlýta lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Í þeim tilfellum þar sem persónulegar upplýsingar eru skráðar t.d. vegna starfsumsókna, pantana eða beiðna um frekari upplýsingagjöf, þar sem þú þarft að skrá nafn þitt, heimilisfang, tölvupóstfang eða aðrar persónutengdar upplýsingar, skuldbinda Sambíóin sig til þess að varðveita framangreindar upplýsingar á öruggan og tryggan hátt og munu ekki miðla á nokkurn hátt upplýsingum sem skráðar hafa verið í ofangreindum tilgangi til þriðja aðila án samþykkis viðkomandi aðila eða í kjölfar dómsúrskurðar.
Ef skráður notandi óskar eftir að láta afskrá upplýsingar sínar úr gagnagrunni Sambíóanna þá er nóg að senda tölvupóst á unregister@samfilm.is og láta koma fram notendanafn og lykilorð.
Rekstraraðili og ábyrgðaraðili síðu er Sam-félagið ehf, Álfabakka 8, 109 Reykjavík, s. 5758900
- Aðgöngumiðar eru ekki endurgreiddir ef viðskiptavinur á ekki tök á að mæta á sýninguna. Í slíkum tilfellum er viðskiptavinum boðið upp á að breyta miðanum yfir á aðra sýningu. Ef upp koma aðstæður þar sem sýning fellur niður, er viðskiptavinum sem hafa gilda miða á viðkomandi sýningu boðnir tveir nýir aðgöngumiðar á sambærilega sýningu eða miðinn endurgreiddur.
- Sambíóin láta tölvupóstföng aldrei í hendur þriðja aðila.
- Ekki er sent kynningarefni til þeirra sem skráð hafa sig á síðuna nema hakað sé við þartilgert hak við skráningu
- Vefur Sambíóanna meðhöndlar engar kortaupplýsingar, Allar kortafgreiðslur fara í gegnum örugga síðu Point á íslandi