Gleymdist lykilorðið ?

Væntanlegt

Sleepless in Seattle
Eftir að Sam Baldwin missir eiginkonu sína þá flytur hann ásamt syni sínum Jonah frá Chicago til Seattle, til að jafna sig á sorginni eftir dauða konunnar, Maggie. Átján mánuðum síðar þá er Sam enn að syrgja konuna og á erfitt með svefn.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 7.3.2024, Lengd: 1h 45 min
Tegund: Gaman, Drama, Rómantík, Skvísubíó
Aldurstakmark: Leyfð
Frumsýnd 7.3.2024
Leikstjóri:
Nora Ephron
All of Us Strangers
Kvöld eitt er handritshöfundurinn Adam heima hjá sér þar sem hann býr í hálftómri blokk í Lundúnum nútímans og hittir dularfullan nágranna sinn Harry, sem breytir tilveru hans.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 8.3.2024, Lengd: 1h 45 min
Tegund: Drama, Rómantík, Fantasía
Aldurstakmark: Bönnuð innan 14 ára
Frumsýnd 8.3.2024
Leikstjóri:
Andrew Haigh
Kung Fu Panda 4
Eftir að Po hefur verið valinn til að verða andlegur leiðtogi Friðardalsins þarf hann að finna og þjálfa nýjan Drekastríðsmann, á meðan vond galdrakona ætlar að kalla aftur öll illmennin sem Po hefur sigrað til andaveldsins.
Dreifingaraðili: Myndform
Frumsýnd: 8.3.2024, Lengd: 1h 34 min
Tegund: Hasar, Ævintýri, Teiknimynd
Aldurstakmark: Leyfð
Frumsýnd 8.3.2024
Leikstjóri:
Mike Mitchell
Imaginary
Þegar Jessica flytur aftur á æskuheimilið með fjölskyldunni þá tengist stjúpdóttir hennar Alice bangsanum Chauncey á óhuganlegan hátt, eftir að hún finnur hann ofan í kjallara. Alice byrjar að leika við Chauncey, fyrst mjög saklaust en svo verða leikirnir skuggalegri og skuggalegri.
Dreifingaraðili: Myndform
Frumsýnd: 8.3.2024, Lengd: 1h 44 min
Tegund: Hryllingur
Aldurstakmark: Bönnuð innan 16 ára
Frumsýnd 8.3.2024
Leikstjóri:
Jeff Wadlow
Leikarar:
DeWanda Wise, Tom Payne
Spaceballs (1987)
Roland konungur á plánetunni Druidia vill að dóttir sín Vespa prinsessa giftist Valium prinsi. Vespu er hinsvegar rænt af hinum illa þjóðflokki Spaceballs. Spaceballs biður um óheyrilegt lausnargjald; allt andrúmsloft á Druidiu þar sem loftið hjá Spaceballs þjóðinni var mengað.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 11.3.2024, Lengd: 1h 36 min
Tegund: Gaman, Vísindaskáldskapur, Ævintýri, Mánudagsbíó með Mel Brook
Aldurstakmark: Leyfð
Frumsýnd 11.3.2024
Leikstjóri:
Mel Brooks
One Life
Breski verðbréfasalinn Nicholas Winton heimsækir Tékkóslóvakíu árið 1938 til að hjálpa til við björgun barna af gyðingaættum um það leiti sem Seinni heimsstyrjöldin er að fara af stað. Björgunaraðgerðin fékk síðar nafnið Kindertransport. 669 börnum var þar bjargað undan Nasistum.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 15.3.2024, Lengd: 1h 50 min
Tegund: Drama, Ævisaga, Saga
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
Frumsýnd 15.3.2024
Leikstjóri:
James Hawes
Nattevagten - Dæmoner Går i Arv
Dóttir Martins, Emma, ​​hittir Wörmer sem er í einangrunarklefa og það dregur hinn dæmda lögreglustjóra upp úr dáinu og hrindir af stað örlagaríkum atburðum.
Dreifingaraðili: Max Dreifing
Frumsýnd: 16.3.2024, Lengd: 1h 50 min
Tegund: Spenna, Hryllingur, Ráðgáta
Aldurstakmark: Bönnuð innan 16 ára
Frumsýnd 16.3.2024
Leikstjóri:
Ole Bornedal
Stargate (1994)
Þegar fornleifafræðingar uppgötva stóran málmhring við uppgröft í Egyptalandi átta þeir sig strax á því að hér er ekki um neinn venjulegan fund að ræða. Það á síðan eftir að koma í ljós að hringinn er hægt að nota til að ferðast í gegnum geiminn og komast til plánetu þar sem fólk lifir eins og Fornegyptar sem dýrka sólguðinn Ra.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 18.3.2024, Lengd: 2h 10 min
Tegund: Hasar, Vísindaskáldskapur, Ævintýri, Gullmolar
Aldurstakmark: Ómetið
Frumsýnd 18.3.2024
Leikstjóri:
Roland Emmerich
Gladiator (2000)
Maximus er valdamikill rómverskur hershöfðingi, sem er elskaður af fólkinu og hinum roskna keisara, Markúsi Árelíusi. Fyrir dauða sinn útnefnir keisarinn Maximus sem arftaka sinn og tekur hann þar með fram yfir son sinn Commodus, en eftir valdatafl er Maximus hnepptur í varðhald og fjölskylda hans er dauðadæmd.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 20.3.2024, Lengd: 2h 39 min
Tegund: Drama, Hasar, Ævintýri, Gullmolar
Aldurstakmark: Ómetið
Frumsýnd 20.3.2024
Leikstjóri:
Ridley Scott
Braveheart (1995)
William Wallace var skoskur uppreisnarmaður sem leiddi uppreisn gegn hinum grimma enska konungi Edward the Longshanks, sem vildi ráða yfir Skotlandi. Þegar William var ungur drengur, létust faðir og bróðir hans, ásamt mörgum öðrum, í bardaga við að frelsa Skotland.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 21.3.2024, Lengd: 2h 58 min
Tegund: Drama, Ævisaga, Bíótöfrar, Saga
Aldurstakmark: Bönnuð innan 16 ára
Frumsýnd 21.3.2024
Leikstjóri:
Mel Gibson
Saving Private Ryan (1998)
Kvikmyndin vann 5 Óskarsverðlaun, en tilnefnd til 11. Besta kvikmyndataka, besta leikstjórn, bestu hljóðeffektar, besta klipping, besta hljóð. Saving Private Ryan fjallar um John H. Miller höfuðsmann og hersveit hans í síðari heimsstyrjöldinni.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 21.3.2024, Lengd: 2h 49 min
Tegund: Drama, Stríðsmynd, Gullmolar
Aldurstakmark: Bönnuð innan 16 ára
Frumsýnd 21.3.2024
Leikstjóri:
Steven Spielberg
Leikarar:
Tom Hanks, Matt Damon
Arthur the King
Mikael Lindnord, fyrirliði sænsk þríþrautarliðs, kynnist meiddum hundi þegar hann er að keppa í 650 km langri þraut í frumskógum Ecuador. Fyrstu kynnin urðu þegar hann gaf honum að borða en svo elti hundurinn liðið í gegnum einhver erfiðustu landsvæði á Jörðinni. Lindnord ákveður að taka hundinn að sér og fara með hann heim til Svíþjóðar.
Dreifingaraðili: Myndform
Frumsýnd: 22.3.2024, Lengd: 2h 00 min
Tegund: Ævintýri
Aldurstakmark: Leyfð
Frumsýnd 22.3.2024
Leikarar:
Mark Wahlberg
High Anxiety (1977)
Geðlæknir með mikla loftfælni fer til starfa á geðstofnun sem rekin er af læknum sem virðast vera vitlausari en sjúklingar þeirra og hafa leyndarmál sem þeir eru tilbúnir til að fremja morð til að geyma.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 25.3.2024, Lengd: 1h 34 min
Tegund: Gaman, Spenna, Ráðgáta, Mánudagsbíó með Mel Brook
Aldurstakmark: Bönnuð innan 6 ára
Frumsýnd 25.3.2024
Leikstjóri:
Mel Brooks
2012 (2009)
Epísk stórmynd sem segir af endalokum heimsins og baráttu fólks til að lifa af. Dr. Adrian Helmsley er hluti af alþjóðlegu teymi vísindamanna sem er að rannsaka áhrif sólarstorma á geislavirkni á Jörðinni. Hann kemst að því að kjarni Jarðar er að hitna.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 25.3.2024, Lengd: 2h 38 min
Tegund: Hasar, Vísindaskáldskapur, Ævintýri, Gullmolar
Aldurstakmark: Ómetið
Frumsýnd 25.3.2024
Leikstjóri:
Roland Emmerich
Godzilla x Kong: The New Empire
Eftir hrikaleg fyrri átök hinna tveggja risa þurfa Godzilla og King Kong að sameinast til að berjast gegn skelfilegri ógn sem útrýmt gæti bæði þeim og öllum öðrum á Jörðinni.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 27.3.2024, Lengd: 1h 30 min
Tegund: Hasar, Vísindaskáldskapur, Ævintýri
Aldurstakmark: Ómetið
Frumsýnd 27.3.2024
Leikstjóri:
Adam Wingard
Ghostbusters: Frozen Empire
Þegar uppgötvun á aldagömlum helgigrip leysir úr læðingi illan anda þurfa gamlir og nýir Draugabanar að taka höndum saman til að vernda heimili sín og bjarga heiminum frá nýrri ísöld.
Dreifingaraðili: Max Dreifing
Frumsýnd: 29.3.2024, Lengd: 1h 30 min
Tegund: Gaman, Ævintýri, Fantasía
Aldurstakmark: Ómetið
Frumsýnd 29.3.2024
Leikstjóri:
Gil Kenan
The First Omen
Ung bandarísk kona er send til Rómar til ævinlangrar þjónustu hjá kirkjunni. Þar kynnist hún myrkraöflum sem láta hana efast um trú sína og hún uppgötvar skelfilegt samsæri sem gæti fætt af sér illskuna endurholdgaða.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 5.4.2024, Lengd: 1h 30 min
Tegund: Hryllingur
Aldurstakmark: Ómetið
Frumsýnd 5.4.2024
Leikstjóri:
Arkasha Stevenson
The Day After Tomorrow (2004)
Jack Hall, sem er vísindamaður sem rannsakar veðrakerfi Jarðarinnar, telur að ný ísöld sé á næsta leyti, vegna hlýnunar Jarðar. Hann reynir að viðra efasemdir sínar á ráðstefnu þar sem varaforseti Bandaríkjanna er staddur.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 8.4.2024, Lengd: 2h 04 min
Tegund: Hasar, Vísindaskáldskapur, Ævintýri, Gullmolar
Aldurstakmark: Ómetið
Frumsýnd 8.4.2024
Leikstjóri:
Roland Emmerich
Beetlejuice (1988)
Beetlejuice er gamansöm draugasaga og fjallar um ung hjón sem lenda í bílslysi og deyja. Þau snúa síðan aftur sem draugar og fara heim til sín. Í fyrstu virðist allt eins og áður, en fljótlega koma aðrir lifandi íbúar til að búa í húsinu, draugunum til lítillar ánægju.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 10.4.2024, Lengd: 1h 32 min
Tegund: Gaman, Fantasía, Gullmolar
Aldurstakmark: Ómetið
Frumsýnd 10.4.2024
Leikstjóri:
Tim Burton
Clueless
Cher er menntaskólastúlka í Beverly Hills, og þarf að glíma við hin ýmsu vandamál er fylgja því að vera unglingur. Ytra útlit hennar bendir til þess að hún sé mjög yfirborðsleg, en í raun felur það bara þá staðreynd að hún er snjöll, aðlaðandi og klár, sem allt hjálpar henni að fást við sambönd, vini, fjölskyldu, skólann og samkvæmislíf táningsins.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 11.4.2024, Lengd: 1h 37 min
Tegund: Gaman, Rómantík, Skvísubíó
Aldurstakmark: Leyfð
Frumsýnd 11.4.2024
Leikstjóri:
Amy Heckerling
Back to Black
Hér er sögð saga einnar stórkostlegu dægurlagasöngkonu 21. aldarinnar, Amy Winehouse, allt frá unglingsárum og þar til hún sendir frá sér eina söluhæstu hljómplötu allra tíma.
Dreifingaraðili: Myndform
Frumsýnd: 12.4.2024, Lengd: 1h 30 min
Tegund: Drama, Ævisaga
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
Frumsýnd 12.4.2024
Leikstjóri:
Sam Taylor-Johnson
The Hangover (2009)
Gamanmynd sem gerist í Las Vegas þar sem þrír menn vakna helþunnir eftir rosalegasta steggjapartý aldarinnar. Þeir muna ekki neitt, brúðguminn er týndur og þeir verða að finna hann fyrir brúðkaupið.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 13.4.2024, Lengd: 1h 40 min
Tegund: Gaman, Gullmolar
Aldurstakmark: Ómetið
Frumsýnd 13.4.2024
Leikstjóri:
Todd Phillips
Silent Movie (1976)
Kvikmyndaleikstjóri og skrítnir vinir hans reyna að framleiða fyrstu stóru kvikmyndina án tals í fjörutíu ár.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 15.4.2024, Lengd: 1h 27 min
Tegund: Gaman, Mánudagsbíó með Mel Brook
Aldurstakmark: Leyfð
Frumsýnd 15.4.2024
Leikstjóri:
Mel Brooks
Back to the Future (1985)
Marty McFly, dæmigerður bandarískur unglingur á níunda áratug 20. aldarinnar, er óvart sendur aftur í tímann til ársins 1955, í plútóníum drifnum DeLorean bíl sem jafnframt er tímavél, hönnuð af lítið eitt geggjuðum vísindamanni.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 15.4.2024, Lengd: 1h 56 min
Tegund: Gaman, Vísindaskáldskapur, Ævintýri, Gullmolar
Aldurstakmark: Ómetið
Frumsýnd 15.4.2024
Leikstjóri:
Robert Zemeckis
Back to the Future Part II (1989)
Marty McFly er nýkominn heim úr fortíðinni, þegar klikkaði vísindamaðurinn sem fann upp DeLaurean tímavélina, Dr. Emmett Brown, mætir á svæðið til að ná í hann og senda hann til framtíðar. Marty þarf að bjarga málunum í framtíðinni, þar sem sonur hans er um það bil að lenda í fangelsi.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 22.4.2024, Lengd: 1h 48 min
Tegund: Gaman, Vísindaskáldskapur, Ævintýri, Gullmolar
Aldurstakmark: Ómetið
Frumsýnd 22.4.2024
Leikstjóri:
Robert Zemeckis
Challengers
Þrír tennisleikarar, sem þekktust þegar þau voru ung, taka þátt í tenniskeppni á stóra sviðinu. Samkeppnin er hörð bæði innan vallar og utan og gamlir árekstrar og misklíð koma aftur upp á yfirborðið.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 26.4.2024, Lengd: 1h 30 min
Tegund: Drama, Íþróttir
Aldurstakmark: Ómetið
Frumsýnd 26.4.2024
Leikstjóri:
Luca Guadagnino
Back to the Future Part III (1990)
Marty McFly er fastur í fortíðinni, á árinu 1955. Hann fær skilaboð frá vini sínum, geggjaða vísindamanninum Dr. Emmett Brown, um það hvar hann getur fundið DeLorean tímavélina. Það setur þó strik í reikninginn hjá Marty þegar óheppileg uppgötvun neyðir hann til að fara og hjálpa vini sínum.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 29.4.2024, Lengd: 1h 58 min
Tegund: Gaman, Vísindaskáldskapur, Ævintýri, Gullmolar
Aldurstakmark: Ómetið
Frumsýnd 29.4.2024
Leikstjóri:
Robert Zemeckis
Robin Hood: Men in Tights (1993)
Hinn illi prins John kúgar fólkið sitt á meðan kóngurinn góðhjartaði Richard er fjarverandi í krossferðum. Hrói stelur af skattheimtumönnum ríkisins, vinnur bogfimikeppni, sigrar fógetann, og bjargar Maid Marian.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 6.5.2024, Lengd: 1h 44 min
Tegund: Gaman, Ævintýri, Tónlist, Mánudagsbíó með Mel Brook
Aldurstakmark: Bönnuð innan 6 ára
Frumsýnd 6.5.2024
Leikstjóri:
Mel Brooks
How to Lose a Guy in 10 Days
Auglýsingamaðurinn Benjamin Barry á í samkeppni við tvær samstarfskonur sínar um stóran samning við demantasala. Hann veðjar við þær um að ef honum tekst að fá konu, að þeirra vali, til að verða ástfangna af sér innan 10 daga, þá fái hann samninginn við demantafyrirtækið.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 16.5.2024, Lengd: 1h 56 min
Tegund: Gaman, Rómantík, Skvísubíó
Aldurstakmark: Bönnuð innan 6 ára
Frumsýnd 16.5.2024
Leikstjóri:
Donald Petrie
IF
Ung stúlka sem gengur í gegnum erfiða reynslu byrjar að sjá alla ímyndaða vini sem hafa verið skildir eftir þegar raunverulegir vinir þeirra hafa vaxið úr grasi.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 17.5.2024, Lengd: 1h 30 min
Tegund: Gaman, Drama, Fjölskyldumynd
Aldurstakmark: Ómetið
Frumsýnd 17.5.2024
Leikstjóri:
John Krasinski
Furiosa
...
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 24.5.2024, Lengd: 1h 30 min
Tegund: Hasar, Vísindaskáldskapur, Ævintýri
Aldurstakmark: Ómetið
Frumsýnd 24.5.2024
Leikstjóri:
George Miller
Grettir
The Garfield Movie
Grettir er á leið í stórskemmtilegt útivistarævintýri en eftir óvænta endurfundi með löngu týndum föður sínum, neyðast Grettir og Oddi til að yfirgefa dekurlíf sitt og ganga til liðs við föður Grettis í hættulegri ránsferð.
Dreifingaraðili: Max Dreifing
Frumsýnd: 24.5.2024, Lengd: 1h 30 min
Tegund: Gaman, Ævintýri, Teiknimynd
Aldurstakmark: Ómetið
Frumsýnd 24.5.2024
Leikstjóri:
Mark Dindal
Thelma and Louise
Louise vinnur á skyndibitastað og á í vandræðum með kærastann Jimmy sem er tónlistamaður og er alltaf á tónleikaferðalögum. Thelma er gift Darryl sem vill helst að hún sé bara í eldhúsinu á meðan hann er að horfa á fótboltaleiki í sjónvarpinu. Dag einn ákveða þær að breyta lífi sínum og fara í ferðalag.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 6.6.2024, Lengd: 2h 10 min
Tegund: Drama, Ævintýri, Glæpamynd, Skvísubíó
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
Frumsýnd 6.6.2024
Leikstjóri:
Ridley Scott
Inside Out 2
...
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 14.6.2024, Lengd: 1h 30 min
Tegund: Gaman, Ævintýri, Teiknimynd
Aldurstakmark: Ómetið
Frumsýnd 14.6.2024
Leikstjóri:
Kelsey Mann
It Ends With Us
Lily telur sig hafa fundið hina einu sönnu ást með Ryle, en þegar erfitt atvik vekur upp gamalt áfall, þarf hún að finna með sjálfri sér hvort ástin ein dugi til að láta hjónabandið lifa. En hlutirnir flækjast þegar gamall kærasti kemur til sögunnar.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 21.6.2024, Lengd: 1h 30 min
Tegund: Drama, Rómantík
Aldurstakmark: Ómetið
Frumsýnd 21.6.2024
Leikstjóri:
Justin Baldoni
Deadpool & Wolverine
Eftir að hafa staðið frammi fyrir nokkrum atvinnuáföllum á meðan hann gekk í gegnum miðaldarkreppu ákveður Wade Wilson að hætta opinberlega sem Deadpool og gerist sölumaður notaðra bíla. En þegar vinir hans, fjölskylda og allur heimurinn eru í húfi, ákveður Deadpool að koma sverðunum úr starfslokum.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 26.7.2024, Lengd: 1h 30 min
Tegund: Gaman, Hasar, Vísindaskáldskapur
Aldurstakmark: Ómetið
Frumsýnd 26.7.2024
Leikstjóri:
Shawn Levy
The Joy Luck Club
Lífssögur fjögurra austur-asískra kvenna og dætra þeirra endurspegla og leiðbeina hver annarri.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 8.8.2024, Lengd: 2h 19 min
Tegund: Drama, Skvísubíó
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
Frumsýnd 8.8.2024
Leikstjóri:
Wayne Wang
Kraven the Hunter
Rússneski innflytjandinn Sergei Kravinoff fer í leiðangur til að sanna að hann sé mesti veiðimaður í heimi.
Dreifingaraðili: Max Dreifing
Frumsýnd: 30.8.2024, Lengd: 1h 30 min
Tegund: Hasar, Vísindaskáldskapur, Ævintýri
Aldurstakmark: Ómetið
Frumsýnd 30.8.2024
Leikstjóri:
J.C. Chandor
Notting Hill
William Thacker, bóksali í Notting Hill, upplifir draum flestra karlmanna þegar Anna Scott, fegursta kona í heimi og vinsælasta kvikmyndaleikkona heims sömuleiðis, kemur inn í búðina hans. Stuttu síðar, þegar hann á enn erfitt með að trúa því sem gerðist, rekst hann aftur á hana - og í þetta sinn sullar hann appelsínusafa yfir hana alla.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 5.9.2024, Lengd: 2h 04 min
Tegund: Gaman, Drama, Rómantík, Skvísubíó
Aldurstakmark: Leyfð
Frumsýnd 5.9.2024
Leikstjóri:
Roger Michell
10 Things I Hate About You
Framhaldsskólastrákurinn Cameron getur ekki farið á stefnumó með Biöncu fyrr en andfélagsleg eldri systir hennar, Kat, á kærasta. Þannig að Cameron borgar dularfullum dreng, Patrick, til að heilla Kat.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 10.10.2024, Lengd: 1h 37 min
Tegund: Gaman, Drama, Rómantík, Skvísubíó
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
Frumsýnd 10.10.2024
Leikstjóri:
Gil Junger
Ghost
Sam og Molly eru hamingjusamt par og mjög ástfangin. Á leið heim til sín eitt kvöldið, eftir að hafa farið í leikhús, þá mæta þau þjófi í dimmu húsasundi, og Sam er myrtur. Hann uppgötvar að hann er nú orðinn draugur og að hann var ekki drepinn af neinni tilviljun.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 7.11.2024, Lengd: 2h 07 min
Tegund: Drama, Rómantík, Fantasía, Skvísubíó
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
Frumsýnd 7.11.2024
Leikstjóri:
Jerry Zucker
Elio
Elio á í erfiðleikum með að passa inn þar til hann er numinn á brott af geimverum og verður útvalinn til að vera vetrarbrautasendiherra jarðar á meðan móðir hans Olga vinnur að hinu háleynda verkefni að afkóða geimveruskilaboð.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 13.7.2025, Lengd: 1h 30 min
Tegund: Gaman, Ævintýri, Teiknimynd
Aldurstakmark: Ómetið
Frumsýnd 13.7.2025
Leikstjóri:
Adrian Molina

Ath: Velja þarf Reykjavík eða Álfabakki

til að sjá sýningar í Lúxus VIP