Gleymdist lykilorðið ?

Carmen 3D

Frumsýnd: 5.3.2011
Dreifingaraðili: SAMfilm
Tegund: Ópera
Lengd: 2h 52 min
Aldurstakmark: Leyfð
|

Heimsins vinsælasta ópera, Carmen eftir Georges Bizet, verður nú sýnd í fyrsta skipti í stórkostlegri þrívídd.

Þetta samvinnuverkefni RealD og hins nýopnaða Konunglega óperuhúss í London býður áhorfendum upp á besta sætið í húsinu í töfraferð að hjarta lifandi uppfærslunnar. Nú verður mögulegt að sökkva sér dýpra en nokkru sinni áður í þessa spennandi óperu um ástir, afbrýðisemi og svik.

Carmen í þrívídd er einstakur viðburður í fullkominni þrívídd, sem státar af einhverri dáðustu óperutónlist sem samin hefur verið, í flutningi nokkurra bestu söngvara heimsins í dag. Þetta er tilvalinn viðburður fyrir þá sem hafa alltaf haft dálæti á óperutónlist jafnt sem þá sem eru að kynnast henni í fyrsta skipti.

Carmen í þrívídd verður sýnd með skjátextum á ensku, frönsku, spænsku, þýsku, portúgölsku, ítölsku og japönsku þar sem það á við í RealD þrívíddarbíóum um heim allan frá og með 5. mars 2011.

Sambíóin munu sýna með enskum texta.

Leikstjóri: Julian Napier