Gleymdist lykilorðið ?

Strumparnir

The Smurfs, 2011

Frumsýnd: 10.8.2011
Dreifingaraðili: Max Dreifing
Tegund: Ævintýri, Fjölskyldumynd
Lengd: 1h 30 min
Aldurstakmark: Leyfð
|

Hinir einu sönnu Strumpar mæta galvaskir á hvíta tjaldið í glæsilegri þrívídd. Þegar Kjartan galdrakall eltir Strumpana úr þorpinu þeirra og yfir í okkar heim, í gegnum dularfulla leynigátt, lenda þeir óvænt í hinum víðfræga garði Central Park í New York.

Hinir smávöxnu Strumpar þurfa að spjara sig í stórborginni og finna leið aftur í þorpið sitt áður en Kjartan galdrakall finnur þá og upphefst nú fjörugur eltingaleikur um borgina sem aldrei sefur.

Myndin verður sýnd í þrívídd og tvívídd með íslensku tali og tvívídd með ensku tali þannig að áhorfendur geta valið þá útgáfu sem þeim hentar best.