
Django Unchained
Lengd: 2h 45 min
Django Unchained er nýjasta mynd meistaran Quentin Tarantino. Hér er hann kominn í villta vestrið með frábæra leikara sér við hlið. Leonardo DiCaprio, Jonah Hill, Samuel L. Jackson, Christoph Waltz og Jamie Foxx fara fara á kostum í safaríkum hlutverkum.
Myndin gerist í suðurríkjum Bandaríkjanna tveimur árum fyrir borgarastríðið. Jamie Foxx leikur þrælinn Django sem á baki blóðug samskipti við fyrrum eigendur sína; Brittle bræðurnar. Mannaveiðarinn Dr. King Schultz (óskarsverðlaunahafinn Christoph Waltz) er á höttunum á eftir þeim og Django er sá eini sem getur bent honum á þá. Schultz kaupir Django með því loforði að hann öðlist frelsi sittt þegar Brittle bræðurnir eru handsamaðir - dauðir eða lifandi.