Gleymdist lykilorðið ?

Hummingbird

Frumsýnd: 7.8.2013
Dreifingaraðili: SAMfilm
Tegund: Drama, Hasar, Þriller
Lengd: 1h 40 min
Aldurstakmark: Bönnuð innan 16 ára
|

Heimilislaus maður í London sem hefur ánetjast áfengi og dópi ákveður að snúa við blaðinu eftir að hann verður fyrir hrottalegri líkamsárás.

Hummingbird, eftir breska leikstjórann og handritshöfundinn Steven Knight, hefur hlotið afar góða dóma flestra þeirra sem séð hafa eins og vel má sjá á umsögnum almennra áhorfenda á Imdb.com. Ekki síst hefur leikur Jasons Statham verið lofaður í hástert, en hann þykir sýna hér að hann getur sannarlega meira en leikið þær harðhausatýpur sem hann hefur verið þekktastur fyrir í gegnum árin.

Joey er heimilislaus, fyrrverandi hermaður sem á að baki hroðalega reynslu frá dvöl sinni í Afganistan. Kvalinn á sálinni hefur hann hallað sér ótæpilega að áfengi og öðrum vímuefnum í myrkustu skúmaskotum Lundúna. Kvöld eitt verður hann fyrir alvarlegri líkamsárás og á flóttanum kemst hann fyrir tilviljun inn í íbúð sterkefnaðs manns sem er að heiman. Í þessu sér Joey möguleika sem hann ákveður að nota til hins ítrasta og snúa við blaðinu ...