Gleymdist lykilorðið ?

The Bling Ring

Frumsýnd: 22.8.2013
Dreifingaraðili: SAMfilm
Tegund: Drama
Lengd: 1h 30 min
Aldurstakmark: Bönnuð innan 16 ára
|

Nýjasta mynd óskarsverðlauna leikstjórans Sofiu Coppola og leikkonunar Emmu Watson

Sönn saga um kunningjahóp sem langaði í ríkidæmi og ákvað að stytta sér leiðina með því að brjótast inn hjá frægu fólki og ræna það.

The Bling Ring er nýjasta mynd Óskarsverðlaunahafans Sofiu Coppola (Lost in Translation) og er byggð á sögu samnefnds þjófagengis sem stundaði innbrot á heimili hinna frægu og ríku í Hollywood á árunum 2007 til 2009. Á meðal fórnarlamba þeirra voru þau Paris Hilton, Lindsay Lohan, Orlando Bloom, Rachel Bilson, Miranda Kerr og Megan Fox.

Sofia, sem skrifar sjálf handritið, tók m.a. viðtöl við hina raunverulegu höfuðpaura gengisins til að átta sig sem best á aðstæðum þeirra auk þess sem leikarar myndarinnar lögðu sig sérstaklega fram um að ná bæði töktum og málnotkun persónanna sem þeir túlka í myndinni.

The Bling Ring hefur hlotið afar góða dóma og fyrir utan að fjalla á sérlega trúverðugan hátt um þjófagengið og innbrotin lýsir myndin vel veröld þeirra fjölmörgu sem dreymir um að slá í gegn í Hollywood án þess að eiga raunhæfa möguleika á því, en lifa í staðinn í einhvers konar þykjustuveröld í von um að hún verði einhvern tíma raunveruleg

FRÓÐLEIKSMOLAR

• Þær Paris Hilton og Kirsten Dunst leika sjálfar sig í myndinni auk þess sem leikstjórinn Soffia Coppola fékk leyfi til að nota myndir af Lindsay Lohan sem teknar eru um það leyti sem Bling Ring-gengið braust inn hjá henni. Þess má einnig geta að atriðið þegar þjófarnir brjótast inn í hús Paris Hilton var í raun tekið á heimili hennar.