Gleymdist lykilorðið ?

47 Ronin

Frumsýnd: 17.1.2014
Dreifingaraðili: Myndform
Tegund: Hasar, Ævintýri, Fantasía
Lengd: 1h 58 min
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
|

Fjörutíu og sjö samúræjar sverja þess eið að leita hefnda og hreinsa mannorð sín þegar grimmur harðstjóri, Lord Kira (Asano), drepur meistara þeirra og gerir hópinn brottrækan. Útlaginn Kai (Reeves) gengur til liðs við samúræjana og undir forystu Kuranosuke Oishi (Sanada) leggja þeir upp í leiðangur til að gera upp sakirnar við Lord Kira. Hætturnar leynast á hverju strái og samúræjarnir verða að leggja leið sína í gegn um víðlendi sem eru morandi í alls kyns ófreskjum og öðrum hryllingi áður en þeir komast á leiðarenda.