Gleymdist lykilorðið ?

Sjöundi Dvergurinn

The Seventh Dwarf, 2014

Frumsýnd: 4.11.2016
Dreifingaraðili: SAMfilm
Tegund: Gaman, Ævintýri, Teiknimynd
Lengd: 1h 27 min
Aldurstakmark: Leyfð
|

Hin illa norn Dellamorta lagði bölvun á Rose prinsessu þegar hún var barn að aldri. Rose verður stungin í fingurinn af hvössum hlut áður en hún nær 18 ára aldri, og hún og allur kastalinn munu detta í 100 ára langan svefn, nema hún verði kysst af manni sem elskar hana af heilum hug. Kvöldið fyrir afmælisdaginn hennar þá sendir hún kærasta sinn Jack til dverganna sjö, sem búa handan fjallanna sjö, í felur, þar til hún verður orðin 18 ára gömul. Til allrar óhamingju villist hann og lendir í klónum á drekanum Burner, sem Dellamorta á. Í afmælisveislunni þá stingur Rose sig óvart í fingurinn þegar yngsti dvergurinn Bobo er óvart með álaganál á sér, og hún og allir aðrir falla í dauðadá, nema dvergarnir. Nú þurfa þeir að bjarga málunum, og finna Jack, til að hann geti kysst hana og vakið konungsríkið af svefni.