Gleymdist lykilorðið ?

Gemini Man

Frumsýnd: 11.10.2019
Dreifingaraðili: SAMfilm
Tegund: Drama, Hasar, Vísindaskáldskapur
Lengd: 1h 57 min
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
|

Henry Brogan er reyndur leigumorðingi hins opinbera en er búinn að fá sig fullsaddan af starfinu og leitar leiða til að draga sig í hlé. Það er hins vegar hægara sagt en gert fyrir mann sem býr yfir jafnmikilli vitneskju og hann um myrkraverk stjórnarinnar. Dag einn uppgötvar hann að hann er sjálfur orðinn bráð leigumorðingja sem virðist vita allt um hann. Þeim aðila, Junior, hefur verið falið að drepa hann, en sá reynist vera klónn af honum sjálfum og þekkir því hverja hans hreyfingu og taktík.