Gleymdist lykilorðið ?

Skoppa og Skrítla í Bíó

Frumsýnd: 6.11.2020
Dreifingaraðili: SAMfilm
Tegund: Fjölskyldumynd
Lengd: 0h 56 min
Aldurstakmark: Leyfð
|

Skoppa og Skrítla í Bíó er væntanleg aftur í Sambíóin um land allt föstudaginn 6. nóvember. Skoppa og Skrítla eru boðnar í heimsókn til Lúsíar bestu vinkonu þeirra sem býr í töfrakistu langt uppi í sveit. Heima hjá Lúsí finna Skoppa og Skrítla sirkusspiladós sem er þeim göldrum gædd að ef þú óskar þér nógu heitt, þá dettur þú inn í spiladósina og lendir í ævintýrum. Þetta finnst Skoppu óneitanlega freistandi og henni tekst að komast inn í spiladósina en hefur svo ekki hugmynd hvernig komast eigi til baka. Lúsí og Skrítla taka því til sinna ráða við að reyna að endurheimta Skoppu. Myndin er 60 mínútur, er sýnd hlélaus og með hljóðið lægra stillt en vanalega, sem gerir þetta fullkomið tækifæri fyrir yngstu kynslóðina að fara í bíó í fyrsta sinn. Miðaverð 850 kr.