Gleymdist lykilorðið ?

Grease

Frumsýnd: 26.8.2022
Dreifingaraðili: SAMfilm
Tegund: Gaman, Rómantík, Tónlist
Lengd: 1h 50 min
Aldurstakmark: Leyfð
|

Sambíóin Álfabakka og Akureyri munu sýna klassísku dans- og söngvamyndina Grease föstudaginn 2. september. Myndin fjallar um ástfangna unglinga á sjötta áratug síðustu aldar. Sögusviðið er Kalifornía árið 1959 og töffarinn Danny Zuko og hin ástralska Sandy Olsson verða ástfangin. Þau kynnast á ströndinni um sumarið áður en skólinn byrjar, en þegar skólinn byrjar þá uppgötva þau að þau eru bæði í sama skólanum, Rydell High. Danny er leiðtoginn í töffaragenginu T-Birds, en Sandy er með Pink Ladies genginu, sem Rizzo leiðir. Þegar þau hittast fyrst í skólanum er ljóst að Danny er ólíkur stráknum sem hún kynntist um sumarið. Þau reyna hinsvegar að líkjast hvoru öðru, svo þau geti verið saman.

ATH: Myndin er sýnd ótextuð.