Gleymdist lykilorðið ?

Hvolpasveitin: Ofurmyndin

Paw Patrol: The Mighty Movie, 2022

Frumsýnd: 29.9.2023
Dreifingaraðili: SAMfilm
Tegund: Hasar, Ævintýri, Teiknimynd
Lengd: 1h 32 min
Aldurstakmark: Leyfð
|

Þegar töfraloftsteinn lendir í Ævintýraborg gefur það Hvolpasveitarhvolpunum ofurkrafta og umbreytir þeim í Ofurhvolpa! Fyrir Pílu, minnsta liðsmanninn, eru nýir kraftar hennar draumur að rætast. En hlutirnir breytast til hins verra þegar Sigurviss, erkikeppinautur hvolpanna, brýst út úr fangelsinu og gengur í lið með brjáluðum vísindamanni til að stela ofurkröftunum fyrir illmennin tvö. Þar sem örlög Ævintýraborgar hanga á bláþræði verða Ofurhvolparnir að stöðva ofurillmennin áður en það er um seinan og Píla þarf að læra að jafnvel minnsti hvolpurinn getur skipt mestu máli.

Stuttmyndin Dóra og Furðudýrin er sýnd á undan myndinni.

Fylgdu Dóru og Klossa þegar þau leggja af stað í ótrúlegt ævintýri til lands alebrijes, töfrandi og litríkustu verum regnskógarins. Þar verða þau að taka höndum saman gegn Nappa til að bjarga hinum ástsælu alebrijes.