Gleymdist lykilorðið ?

The Town

Frumsýnd: 8.10.2010
Dreifingaraðili: SAMfilm
Tegund: Spenna
Lengd: 2h 03 min
Aldurstakmark: Bönnuð innan 16 ára
|

Í Boston eru árlega framin yfir 300 bankarán. Flestir þeirra sem hafa lifibrauð sitt af bankaránum búa í sama hverfinu, Charlestown. Einn þeirra er Doug MacRay (Ben Affleck), en hann er ekki af sama meiði og hinir þjófarnir. Doug átti möguleika á heiðarlegu lífi, tækifæri á að feta ekki í fótspor föður síns í glæpastarfsemi, en kaus heldur að fara fyrir flokki harðsvíraðra bakaræningja sem hirða allt sem á vegi þeirra verður og skilja ekki eftir nein spor. Eina fjölskylda Doug eru félagar hans í glæpagenginu, sérstaklega hinn hættulegi Jem (Jeremy Renner)sem er Doug sem bróðir. Allt breytist hinsvegar í síðasta verkefni þeirra félaga þegar þeir taka bankastarfsmanninn Claire Keesey (Rebecca Hall) sem gísl. Eftir ránið komast þeir að því að Claire býr í Charlestown og til að fullvissa sig að Claire hafi ekki þekkt til þeirra fer Doug og leitar Claire uppi. Claire hefur enga hugmynd um að kynni þeirra Doug eru ekki af tilviljun og enn síður að Doug hélt henni í gíslingu aðeins viku áður. Þau fella hugi saman og Doug hyggst segja skilið við glæpalífið og gömlu félagana

en þegar lögreglan kemst á slóð þeirra þá stendur Doug frammi fyrir erfiðri ákvörðun; að svíkja félaga sína að missa konuna sem hann elskar

Leikarar: Ben Affleck