Gleymdist lykilorðið ?

Ævintýralegur flótti

Tangled, 2010

Frumsýnd: 21.1.2011
Dreifingaraðili: SAMfilm
Tegund: Gaman, Ævintýri, Teiknimynd, Tónlist, Fjölskyldumynd
Lengd: 1h 40 min
Aldurstakmark: Leyfð
|

Eftir að hafa fengið lækningahæfileika úr töfrablómi, þá er Rapunzel prinsessu rænt úr höllinni sinni um miðja nótt af hinni göldróttu Mother Gothel. Mother Gothel veit að töframáttur blómsins er núna að grassera í gullnu hári Rapunzel, og til að halda sér ungri þá verður hún að læsa Rapunzel í leynilegum turni.

Rapunzel er nú orðin unglingur og hár hennar er orðið meira en 20 metra sítt. Hin fallega Rapunzel hefur verið í turninum allt sitt líf og hún er orðin forvitin um heiminn. Einn daginn kemur þorparinn Flynn Rider að turninum og heillast af Rapunzel sem gerir samning við hann um að fylgja sér til staðarins þar sem ljósin skína svo skært, og hún sér á hverju ári á afmælisdaginn sinn. Rapunzel á nú fyrir höndum mest spennandi ferðalag lífs síns.