Gleymdist lykilorðið ?

Limitless

Frumsýnd: 25.3.2011
Dreifingaraðili: SAMfilm
Tegund: Hasar, Ævintýri, Spenna
Lengd: 1h 58 min
Aldurstakmark: Bönnuð innan 14 ára
|

Bradley Cooper og Robert De Niro leika í Limitless, hasarmynd um rithöfund sem tekur tilraunalyf sem gerir honum kleift að nota 100 prósent af heilanum.

Meðan einn maður þróast í fullkomið eintak af sjálfum sér gera spillt öfl hann að skotmarki illra afla.

Atvinnulausi rithöfundurinn Eddie Morra (Cooper) trúir því að hann eigi enga

framtíð sérstaklega eftir að kærastan (Abbie Cornish) hafnar honum.

Þetta

hverfur allt daginn sem gamall vinur kynnir hann fyrir MDT, nýju tilraunalyfi sem gerir hann skarpari og sjálfsöruggari en nokkurn annan mann.

Eftir þessa lyfjatilraun er allt sem Eddie les, heyrir eða sér fullkomlega ljóst fyrir honum. Hann kemst á toppinn í fjármálaheiminum og vekur þar með athygli hins snjalla athafnamanns Carl Von Loon (De Niro) sem heillast af hæfileikum hans til að þéna milljarða.

En hræðilegar aukaverkanir hindra áframhaldandi þróun Eddies.

Með lyfjabirgðir á þrotum og launmorðingja á hælunum sem vilja myrða hann til að komast yfir MDT, verður Eddie að komast hjá handtöku oog uppfylla örlög sín. Ef það tekst ekki verður hann bara eins og hver annar meðaljón sem hélt að hann hefði fundið ódauðleika í flösku.