Gleymdist lykilorðið ?

The Lincoln Lawyer

Frumsýnd: 27.4.2011
Dreifingaraðili: SAMfilm
Tegund: Drama, Spenna
Lengd: 1h 30 min
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
|

Mickey Haller (Matthew McConaughey) er sakamálalögfræðingur í Los Angeles sem er með skrifstofuna sína í Lincoln Continental bílnum sínum. Haller hefur eytt mestu af ferli sínum í að verja úrval af hinum ýmsu ræsisrottum þar til að hann landar stærsta máli ferilsins, að verja ríkan fasteignasala og glaumgosa (Ryan Phillippe) frá Beverly Hills sem er ásakaður um meinta nauðgun og morð. En þótt málið virðist borðleggjandi í fyrstu þróast það brátt yfir í að verða lífshættulegur leikur fyrir Haller. The Lincoln Lawyer er byggð á metsölubók eftir Michael Conelly.