Gleymdist lykilorðið ?

The Enchanted Island

Frumsýnd: 21.1.2012
Dreifingaraðili: SAMfilm
Tegund: Ópera
Lengd: 3h 30 min
Aldurstakmark: Ómetið
|

Metropolitan kynnir nýja barokkfantasíu sem er innblásin af hermitónlist og dansleikjum 18. aldarinnar. Sýningin státar af miklum barokkstjörnum undir styrkri leiðsögn Williams Christie hljómsveitarstjóra. Tónlistin er eftir Händel, Vivaldi, Rameau og fleiri og nýtt líbrettó eftir Jeremy Sams hrærir saman þætti úr Ofviðrinu og Draumi á Jónsmessunótt eftir Shakespeare. David Daniels er Prosperó, Joyce DiDonato er Sýkórax, Danielle de Niese er Aríel, Luca Pisaroni er Kalíban og Plácido Domingo kemur fram í hlutverki Neptúnusar. Lisette Oropesa og Anthony Roth Costanzo fara einnig með stór hlutverk. Phelim McDermott og Julian Crouch sjá um leikstjórn og hönnun á þessu stórkostlega verki.