Gleymdist lykilorðið ?

Red Cliff

Frumsýnd: 26.8.2011
Dreifingaraðili: SAMfilm
Tegund: Hasar, Ævintýri, Kvikmyndahátíð
Lengd: 2h 30 min
Aldurstakmark: Bönnuð innan 14 ára
|

Það er orðið langt síðan að asískt meistaraverk hefur ratað í íslenskt kvikmyndahús en Red Cliff bætir svo sannarlega úr því. John Woo fer í heimahagana og gerir hvorki meira né minna en dýrustu mynd allra tíma í Asíu. Hér er á ferðinni epísk stórmynd í hæsta gæðaflokki og stærstu stjörnur Kína láta sig ekki vanta eins og t.a.m. Tony Leung, Takeshi Kaneshiro og Chen Chang sem aðdáendur ættu að kannast við úr meistaraverkum aldarmótanna. Myndin hefur hreinlega sópað að sér verðlaunum um alla Asíu og ætti enginn að vera svikinn af þessu meistaraverki John Woo.