Gleymdist lykilorðið ?

The Girl with the Dragon Tattoo

Frumsýnd: 21.12.2011
Dreifingaraðili: Max Dreifing
Tegund: Hasar
Lengd: 2h 38 min
Aldurstakmark: Bönnuð innan 16 ára
|

Einn allra virtast leikstjóri samtímans, David Fincher (The Social Network, The Curious Case of Benjamin Button, Fight Club) tæklar hér á hvíta tjaldinu bókina Karlar sem hata konur eftir Stieg Larson, sem hefur slegið í gegn um allan heim og er Íslendingum að góðu kunn.

Í völundarhúsi sögunnar finnum við morð, spillingu, fjölskylduleyndarmál og tvær gjörólíkar manneskjur sem enda á því að snúa bökum saman til þess að afhjúpa 40 ára gamla ráðgátu. Mikael Blomkvist (Daniel Craig) er viðskiptafréttamaður sem er ákveðinn í því að endurheimta mannorð sitt í kjölfar þess að vera sakfelldur um ærumeiðingar. Einn auðugasti iðnjöfur Svíþjóðar, Henrik Vanger (Christopher Plummer) ræður hann til að rannsaka hvarf ástkærrar frænku sinnar, sem hann telur að hafi verið myrt af einhverjum úr stórfjölskyldunni. Blomkvist kemur sér fyrir á fjarlægri eyju við frosna strönd Svíðþjóðar til að rannsaka málið og hefur ekki hugmynd um hvað bíður sín.

Á sama tíma er Lisbeth Salander (Rooney Mara) ráðin til að rannsaka Mikael Blomkvist sem leiðir á endanum til þess að þau fara að vinna saman í að rannsaka morðið á Harriet Vanger. Lisbeth er óhefðbundin að öllu leyti en í rannsóknum og spæjarastörfum slær henni enginn við. Hún hleypir engum að sér og ver sig gegn veröld sem hefur hvað eftir annað svikið hana og sært, en hæfileikar hennar reynast rannsókninni ómetanlegir. Þegar Mikael hittir meðlimi Vangel fjölskyldunnar í eigin persónu og spyr þá spjörunum úr starfar Lisbeth í skuggunum og grefur upp upplýsingar sem hafa verið grafnar í tugi ára. Þau byrja að rekja blóðuga slóð morðingjans, frá fortíðinni og inn í nútíðina og bindast á leiðinni miklum tryggðarböndum.

Leikarar: Daniel Craig