Gleymdist lykilorðið ?

The Amazing Spider-Man

Frumsýnd: 4.7.2012
Dreifingaraðili: Max Dreifing
Tegund: Hasar, Ævintýri
Lengd: 2h 16 min
Aldurstakmark: Bönnuð innan 10 ára
|

Peter Parker (Garfield) er útskúfaður og munaðarlaus miðskólanemi sem er í fóstri hjá frænda sínum og frænku (Sheen, Field). Peter var yfirgefinn í æsku, og þegar hann finnur gamla skjalatösku sem faðir hans átti, fer hann að grennslast fyrir um hvarf foreldra sinna. Slóðin leiðir hann að fyrirtækinu Oscorp, þar sem Peter kemst í tæri við illmennið Eðluna. Það stefnir hraðbyri í uppgjör þeirra á milli, og nú þarf Peter að taka afdrifaríkar ákvarðanir um hvernig hann eigi að beita kröftum sínum og hvernig hann eigi að móta örlög sín sem ofurhetja.

Leikstjóri: Marc Webb