Gleymdist lykilorðið ?

The Numbers Station

Frumsýnd: 3.5.2013
Dreifingaraðili: Sena
Tegund: Hasar, Þriller
Lengd: 1h 29 min
Aldurstakmark: Bönnuð innan 16 ára
|

John Cusack leikur hér leigumorðingjann Emerson sem starfaði áður fyrir leynilega sveit sem hefur það verkefni með höndum að losa veröldina við óvini ríkisins. Emerson féll hins vegar í ónáð eftir að hann klúðraði einu verkefni sínu á sérlega klaufalegan hátt og í framhaldinu er hann sendur til Englands þar sem honum er falið að vernda unga konu, Katherine, en hún er talinn vera í lífshættu vegna starfs síns. Undir venjulegum kringumstæðum ætti verkefnið ekki að flækjast fyrir Emerson, en hér er ekki allt sem sýnist. Þegar þau Katherine verða fyrir árás leita þau skjóls í rammgerðri herstöð sem er samt ekki svo traust að óvinir þeirra nái ekki í gegn að lokum ...

Leikstjóri: Kasper Barfoed