
Elysium
Lengd: 1h 49 min
Árið 2154 eru einungis til tvær stéttir manna; hinir vellauðugu, sem búa í sérhannaðri paradís, geimstöðinni Elysíum, og hinir sem búa enn á Jörðinni, á kafi í fátækt, glæpum og vesæld, á plánetu sem er orðin allt of troðin fólki og handónýt í alla staði.
Jarðarbúar þrá ekkert heitar en að flýja Jörðina og komast til Elysíum. En Rhodes ráðherra (Jodie Foster) er hörð í horn að taka og lætur ekkert stöðva sig í að framfylgja lögum sem meina Jarðarbúum að flytjast þangað.
Þegar hinn ólánssami Max (Matt Damon) er kominn á endastöð í sínu lífi, samþykkir hann að fara í stórhættulega sendiför. Hann er bara venjulegur gaur en þarf lífsnauðsynlega að komast til Elysíum. Ef honum heppnast verkið bjargar hann ekki einungis eigin lífi, heldur lífi allra á Jörðinni.