Delivery Man
Lengd: 1h 43 min
Nýjasta myndin frá Vince Vaughn og líklega hans lang besta til þessa - Delivery Man verður frumsýnd föstudaginn 29 nóv. í Sambíóunum.
Hér er á ferðinni sérlega skemmtileg endurgerð á kvikmyndarperlunni Starbuck sem tilnefnd var til sjö Genie-verðlauna og hlaut þrenn, þar á meðal fyrir besta handritið.
David Wozniak kemst að því að hann er faðir 533 barna sem getinhöfðu verið með sæði sem hann seldi sæðisbanka fyrir tuttugu árum.Það er Vince Vaughn sem leikur David Wozniak í gamanmyndinni Delivery Man eftir leikstjórann og handritshöfundinn Ken Scott, en hún er endurgerð hans eigin myndar, Starbuck, sem var á frönsku. David er á fimmtugsaldri og starfar sem sendill hjá kjötverslun föður síns. David er frekar kærulaus og síðasta konan af mörgum sem hann hefur verið í tygjum við er við það að gefast upp á honum, rétt eins og faðir hans sem vildi óska þess að David færi nú að koma sér eitthvað áfram í lífinu í stað þess að hjakka stöðugt í sama farinu.
Dag einn breytist allt þegar lögfræðingur sæðisbanka kemur til Davids og segir honum að sæði sem hann seldi bankanum fyrir 20 árum hafi fyrir mistök verið notað til að geta 533 börn og að 142 þeirra hafi nú ákveðið að höfða mál fyrir dómstólum þar sem þau krefjast þess að fá að vita hver faðir þeirra er.
Segja má að þessar upplýsingar snúi lífi Davids á hvolf, sérstaklega eftir að hann fær í hendur nafnalista barna sinna og ákveður að kynnast nokkrum þeirra persónulega og ef til vill aðstoða þau á svipaðan hátt og raunverulegur faðir myndi gera ...