Gleymdist lykilorðið ?

Noah

Frumsýnd: 28.3.2014
Dreifingaraðili: SAMfilm
Tegund: Drama, Ævintýri, Fantasía, Páskamyndir
Lengd: 2h 17 min
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
|

Þegar Nói byrjar að sjá sýnir sem lýsa gríðarlegum náttúruhamförum trúir hann því að þær boði endalok mannkyns og hefst handa samkvæmt boði Guðs við að smíða örk, sér og sínum til bjargar.

Noah er sýn Aronofskys á hina þekktu biblíusögu um Nóa og örkina sem hann smíðaði þegar Guð boðaði honum að syndaflóðið væri í nánd. Aronofsky segir að þessi saga hafi orðið honum afar hugleikin í æsku og umhugsunarverð og að hann hafi sem kvikmyndagerðarmaður fyrir löngu ákveðið að gera mynd sem byggð væri á henni. Hafði hann því unnið að handritinu í mörg ár áður en sjálf framleiðslan fór í gang. Og nú er sem sagt komið að því að sjá árangurinn, en Noah verður frumsýnd þann 28. mars.

FRÓÐLEIKSMOLAR

• Noah er sjötta mynd Darrens Aronofskys í fullri lengd, en þær fimm myndir sem hann hefur sent frá sér hingað til hafa allar þótt frábærar, hver á sinn hátt. Fyrsta mynd hans var Pi (1998), en hún var hreinasta undur miðað við hvað hún var gerð fyrir lítinn pening og næstu mynd, Requiem For a Dream (2000), gleymir enginn sem séð hefur, en hún er tvímælalaust einhver albesta mynd sem gerð hefur verið um eiturlyfjafíkn. Sú þriðja var hin afar skemmtilega fantasía The Fountain (2005) með þeim Hugh Jackman og Rachel Weisz í aðalhlutverkum og sú

fjórða var verðlaunamyndin átakanlega, The Wrestler (2008), en hún færði þeim Mickey Rourke og Marisu Tomei báðum tilnefningar til Óskarsverðlauna. Síðasta mynd Darrens var hins vegar hin „geðveika“ Black Swan sem tilnefnd var til fimm Óskarsverðlauna árið 2011 og reyndar hlaut Natalie Portman Óskarinn fyrir frábæran leik sinn í aðalhlutverkinu.