Gleymdist lykilorðið ?

Cuban Fury

Frumsýnd: 4.7.2014
Dreifingaraðili: SAMfilm
Tegund: Gamanmynd
Lengd: 1h 38 min
Aldurstakmark: Leyfð
|

Myndin segir frá Bruce Garrett (Nick Frost) sem óhætt er að segja að sé frekar óframfærinn og feiminn náungi auk þess að vera allt of þungur. Það sést því ekki utan á honum að innra með honum býr dansari sem bíður eftir að brjótast út, en Bruce hafði á æskuárum sínum dansað mikið þangað til óheppilegt atvik varð til þess að hann lagði dansskóna á hilluna. Þegar hann hittir nýjan yfirmann sinn, hina skemmtilegu og lífsglöðu Juliu (Rashida Jones) og kemst að því að hún er salsaaðdáandi ákveður hann, þrátt fyrir grimma samkeppni frá vinnufélaga sínum Drew, að freista þess að vinna hana á sitt band með því að dusta rykið af salsaskónum. Vandamálið er að Bruce er með eindæmum óheppinn og klaufskur, en hver veit nema sá klaufaskapur eigi einmitt eftir að leiða til þess að honum takist að vinna hjarta Juliu. Kíkið á skemmtilega stikluna!