
Taken 3
Lengd: 1h 49 min
Bryan Mills (Liam Nesson) er mættur aftur til leiks og að þessu sinni er hann ranglega sakaður um morð. Allt leikur í lyndi á milli Mills og fyrrverandi konunnar hans, þegar hún er myrt hrottalega. Mills verður sturlaður af reiði og nýtir þjálfun sína til að finna morðingjann. Á meðan er hann hundeltur af snjöllum lögreglufulltrúa og snýr á jafnt CIA, FBI pg lögregluna í leit sinni af illvirkjunum. Mills þarf að notast við sérkunnáttu sína til að elta uppi morðingjana og vernda þá einu sem skiptir hann máli í lífinu - dóttur sína. Þetta er þriðja myndin í Taken flokknum, sem hefur notið gífurlegra vinsælda. Auk Neeson er Forest Withaker í stóru hlutverki í myndinni sem bráðskarpur lögreglufulltrúi ásamt góðkunningjum úr síðustu myndum.