Gleymdist lykilorðið ?

Fúsi

Frumsýnd: 27.3.2015
Dreifingaraðili: Max Dreifing
Tegund: Drama
Lengd: 1h 40 min
Aldurstakmark: Bönnuð innan 10 ára
|

Fúsi er liðlega fertugur og býr einn með móður sinni. Líf hans er í afar föstum skorðum og lítið sem kemur á óvart. Hann minnir á unga sem hefur komið sér þægilega fyrir í hreiðrinu og hefur enn ekki haft kjark til að hefja sig til flugs. Þegar ung stúlka og kona á hans reki koma óvænt inn í líf hans, fer allt úr skorðum og hann þarf að takast á við ýmislegt í fyrsta sinn. Fúsi er 43 ára og býr enn í heimahúsum ásamt móður sinni. Daglegt líf hans hefur þróast í afar fastar skorður sem markast af því að vinna á daginn við töskumeðhöndlun á flugvelli og eyða svo frítímanum heima þar sem hann dundar sér gjarnan ásamt eina vini sínum við að endurskapa frægar orrustur úr síðari heimsstyrjöldinni. Þess á milli hringir Fúsi oft á símatíma í útvarpsstöðvarnar og biður um óskalög. Að öðru leyti er lítið um að vera í lífi hans, a.m.k. fátt sem orð er á gerandi. Þetta á eftir að breytast þegar ástmaður móður Fúsa gefur honum áskrift að línudansnámskeiði í afmælisgjöf í þeirri von að hann hafi gaman af því að prófa eitthvað nýtt. Fúsi ákveður að mæta á námskeiðið og þegar hann hittir þar konu sem hefur áhuga á að kynnast honum betur má segja að líf hans fari gjörsamlega úr þeim föstum skorðum sem það hefur verið í...